362. fundur

16.04.2024 00:00

362. afgreiðslufundur byggingarfulltrúa var haldinn að Grófinni 2 þann 16. apríl 2024, kl. 08:30

Viðstaddir: Sveinn Björnsson byggingarfulltrúi, Hilmar Örn Arnórsson verkefnastjóri byggingarfulltrúa, Gunnar Kr. Ottósson skipulagsfulltrúi, Maríanna Hvanndal Einarsdóttir forstöðumaður skráninga, Margrét Lilja Margeirsdóttir verkefnastjóri skipulagsmála, Erla Bjarný Gunnarsdóttir lögfræðingur umhverfis- og framkvæmdarsviðs og Sigurður Þór Arason fulltrúi.

1. Heiðartröð 557 (2024030551)

Sótt er um að fá samþykkta uppdrætti af löngu byggðri 245,8 fermetra iðnaðar-/geymsluskemmu. Húsnæðið skiptist í tvo sali með kaffiaðstöðu og anddyri.

Byggingarfulltrúi vísar umsókninni til skipulagsráðs með tilvísun í 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

2. Sunnubraut 31 (2024030501)

Sótt er um byggingarleyfi í umfangsflokki I. Um er að ræða nýjan vaktturn ofan á þak sundmiðstöðvarinnar.

Byggingarfulltrúi vísar umsókninni til skipulagsráðs með tilvísun í 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

3. Borgarvegur 4 (2024030466)

Sótt er um að fá samþykkta uppdrætti. Uppdráttur er gerður vegna eignaskiptayfirlýsingar. Engar breytingar gerðar á skipulagi eða útliti hússins.

Byggingaráform samþykkt. Erindið uppfyllir gildandi skipulagsskilmála.

4. Fitjabakki 2-4 ofanjarðartankur (2024030452)

Tilkynnt er um mannvirkjagerð undanþegna byggingarheimild og -leyfis. Um er að ræða heimild til að setja niður 9.900 lítra ofanjarðartank við ÓB á Fitjum.

Erindi frestað. Vantar frekari gögn eftir umsögn heilbrigðiseftirlitsins.

5. Huldudalur 11-13 (2023120395)

Sótt er um byggingarleyfi í umfangsflokki II fyrir staðsteyptu parhúsi með léttu einhalla þaki.

Byggingaráform samþykkt. Erindið uppfyllir gildandi skipulagsskilmála.

6. Dísardalur 6 mhl.03 (2023020276)

Sótt er um breytingu á byggingarleyfi í umfangsflokki II, breyting felst í að hús verði staðsteypt í stað forsteyptra eininga.

Byggingaráform samþykkt. Erindið uppfyllir gildandi skipulagsskilmála.

7. Dísardalur 4 mhl.02 (2023010636)

Sótt er um breytingu á byggingarleyfi í umfangsflokki II, breyting felst í að hús verði staðsteypt í stað forsteyptra eininga.

Byggingaráform samþykkt. Erindið uppfyllir gildandi skipulagsskilmála.

8. Dísardalur 2 mhl.01 (2023010635)

Sótt er um breytingu á byggingarleyfi í umfangsflokki II, breyting felst í að hús verði staðsteypt í stað forsteyptra eininga.

Byggingaráform samþykkt. Erindið uppfyllir gildandi skipulagsskilmála.

9. Jötundalur 1-3-5-7 (2023040075)

Sótt er um breytingu á byggingarleyfi í umfangsflokki II, breyting felst í að hús verði staðsteypt í stað forsteyptra eininga.

Byggingaráform samþykkt. Erindið uppfyllir gildandi skipulagsskilmála.

10. Jötundalur 9 mhl.05 (2023020066)

Sótt er um breytingu á byggingarleyfi í umfangsflokki II, breyting felst í að hús verði staðsteypt í stað forsteyptra eininga.

Byggingaráform samþykkt. Erindið uppfyllir gildandi skipulagsskilmála.

11. Risadalur 3 mhl.04 (2023020475)

Sótt er um breytingu á byggingarleyfi í umfangsflokki II, breyting felst í að hús verði staðsteypt í stað forsteyptra eininga.

Byggingaráform samþykkt. Erindið uppfyllir gildandi skipulagsskilmála.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 09:00