- Þjónusta
- Velferð og stuðningur
- Menntun og fræðsla
- Skipulags-, bygginga- og umhverfismál
- Íþróttir og tómstundir
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- Mitt Reykjanes
Viðstaddir: Sveinn Björnsson byggingarfulltrúi, Hilmar Örn Arnórsson verkefnastjóri byggingarfulltrúa, Margrét Lilja Margeirsdóttir verkefnastjóri skipulagsmála, Sigurður Þór Arason fulltrúi og Rúna Osborne fulltrúi/ritari.
Sótt er um byggingarleyfi í umfangsflokki II. Um er að ræða 92 geymslubil í fjórum aðskildum byggingum. Húsin eru límtrésbyggingar á staðsteyptum undirstöðum klædd með yleiningum. Umsókn þessi nær til matshluta 1 en skipulag lóðar og staðsetning annarra matshluta kemur fram á afstöðumynd.
Byggingaráform samþykkt. Erindið uppfyllir gildandi skipulagsskilmála.
Sótt er um byggingarleyfi í umfangsflokki I. Umsókn felst í að rafmagnshleðslustæðum verði komið fyrir á lóð.
Byggingaráform samþykkt. Erindið uppfyllir gildandi skipulagsskilmála.
Sótt er um byggingarleyfi í umfangsflokki II. Um er að ræða innanhússbreytingu á fyrstu hæð hússins í austurenda, fyrsti áfangi af fjórum.
Byggingaráform samþykkt. Erindið uppfyllir gildandi skipulagsskilmála.
Sótt er um byggingarleyfi í umfangsflokki I. Umsókn felst í að komið verði fyrir björgunarsvölum utan á allar íbúðir á 2. og 3. hæð ásamt björgunaropi utan við björgunarsvalirnar og björgunarop í glugga á 1. hæð í sömu línu. Skráningartöflur breytast.
Byggingarfulltrúi vísar umsókninni til skipulagsráðs með tilvísun í 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Sótt er um byggingarleyfi í umfangsflokki I. Umsókn felst í breytingu á eignahluta 0102 þannig að henni verði skipt upp í 3 eignir. Veggir settir milli bila og hurðir/gluggar í útveggi.
Byggingaráform samþykkt. Erindið uppfyllir gildandi skipulagsskilmála.
Sótt er um byggingarleyfi í umfangsflokki I. Sótt er um leyfi til reksturs gististaðar í flokki III skv. 3. grein reglugerðar um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald nr. 1277/2016. Skv. 4 grein sömu reglugerðar fellur starfsemi undir lið b og d, stærra gistiheimili og gistiskálar, þ.e. hluti jarðhæðar verður útbúin sem gistiskáli skv. lið d og efri hæð verður hefðbundið gistiheimili. Breytingar á innra rými snúa að jarðhæð þar sem salernum er fjölgað, þvottahús er útbúið og morgunverðarsalur færður auk þess sem gistiskáli verður innréttaður.
Byggingaráform samþykkt. Erindið uppfyllir gildandi skipulagsskilmála.
Óskað er eftir samþykki á merkjalýsingu fyrir Kalmanshraun 1.
Merkjalýsing staðfest.
Sótt er um byggingarleyfi í umfangsflokki II. Um er að ræða einbýlishús á tveimur hæðum.
Byggingaráform samþykkt. Erindið uppfyllir gildandi skipulagsskilmála.
Sótt er um byggingarleyfi í umfangsflokki II. Um er að ræða einbýlishús á einni hæð. Byggingin er staðsteypt með einangruðum steypumótum Nudra ESM.
Byggingaráform samþykkt. Erindið uppfyllir gildandi skipulagsskilmála.
Sótt er um byggingarleyfi í umfangsflokki II. Um er að ræða nýbyggingu með 18 iðnaðar- og þjónusturýmum.
Byggingaráform samþykkt. Erindið uppfyllir gildandi skipulagsskilmála.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 9:00.