- Þjónusta
- Velferð og stuðningur
- Menntun og fræðsla
- Skipulags-, bygginga- og umhverfismál
- Íþróttir og tómstundir
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- Mitt Reykjanes
Viðstaddir: Sveinn Björnsson byggingarfulltrúi, Hilmar Örn Arnórsson verkefnastjóri byggingarfulltrúa, Gunnar Kristinn Ottósson skipulagsfulltrúi, Margrét Lilja Margeirsdóttir verkefnastjóri skipulagsmála, Erla Bjarný Gunnarsdóttir lögfræðingur umhverfis- og framkvæmdasviðs, Maríanna Hvanndal Einarsdóttir forstöðumaður skráninga, Sigurður Þór Arason fulltrúi og Rúna Osborne fulltrúi/ritari.
Sótt er um byggingarleyfi í umfangsflokki III. Umsókn felst í byggingu á fiskeldisstöð á landi við Kalmanshraun 1.
Erindi frestað, gögn ófullnægjandi.
Sótt er um byggingarleyfi í umfangsflokki II. Umsókn felst í byggingu á forsteyptu tveggja hæða fjölbýlishúsi með 10 íbúðum.
Byggingaráform samþykkt. Erindið uppfyllir gildandi skipulagsskilmála.
Sótt er um byggingarleyfi í umfangsflokki I. Sótt er um niðurrif á mhl02, til stendur að flytja húsið á annan stað.
Erindi samþykkt.
Sótt er um stöðuleyfi til eins árs, fyrir einum 40 ft. gámi og einum 10 ft. gámi. Meðfylgjandi er mynd sem sýnir staðsetningu gáma.
Erindi frestað.
Sótt er um stöðuleyfi til eins árs fyrir 18 m2 frístundahúsi í smíðum.
Erindi samþykkt, stöðuleyfi veitt til 3. október 2025.
Sótt er um byggingarleyfi í umfangsflokki II. Um er að ræða steinsteypt einbýlishús á tveimur hæðum.
Byggingarfulltrúi vísar umsókninni til skipulagsfulltrúa.
Sótt er um byggingarleyfi í umfangsflokki III. Um er að ræða uppbyggingu á A og C álmu.
Erindi frestað.
Sótt er um byggingarleyfi í umfangsflokki I. Sótt er um heimild til þess að reisa bílskúr.
Byggingarfulltrúi vísar umsókninni til skipulagsráðs með tilvísun í 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Óskað er eftir samþykki á merkjalýsingu fyrir Djúpavog 2, 3, 4 og 6.
Erindi frestað.
Óskað er eftir samþykki á merkjalýsingu fyrir Tjarnargötu 9A.
Merkjalýsing staðfest.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 9:40.