382. afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, haldinn að Grænásbraut 910 þann 15. maí 2025, kl. 09:30
Viðstaddir: Sveinn Björnsson byggingarfulltrúi, Björk Lind Snorradóttir verkefnastjóri byggingarfulltrúa, Gunnar Kristinn Ottósson skipulagsfulltrúi, María Kjartansdóttir verkefnastjóri skipulagsmála, Erla Bjarný Gunnarsdóttir lögfræðingur umhverfis- og framkvæmdasviðs, Maríanna Hvanndal Einarsdóttir forstöðumaður skráninga, Sigurður Þór Arason fulltrúi, Aron Ingi Valtýsson fulltrúi og ritari.
1. Hjallavegur 2 (2025050153)
Sótt er um byggingarleyfi í umfangsflokki I fyrir 164,2 m2 viðbyggingu sbr. aðaluppdrætti ASK arkitekta dags 05.11.2024.
Byggingaráform samþykkt. Erindið uppfyllir gildandi skipulagsskilmála.
2. Sjónarhóll 6 (2025050004)
Sótt er um byggingarleyfi í umfangsflokki I fyrir breytingum innanhúss sbr. Aðaluppdráttum Glóru dags. 30.4.2025.
Byggingaráform samþykkt. Erindið uppfyllir gildandi skipulagsskilmála.
3. Þjóðbraut 838 (2025010517)
Sótt er um byggingarleyfi í umfangsflokki I fyrir viðbyggingu við núverandi húsnæði sbr. aðaluppdráttum Tækniþjónustu SÁ ehf. dags. 20.1.2025.
Byggingaráform samþykkt. Erindið uppfyllir gildandi skipulagsskilmála.
4. Hólmbergsbraut 8 og Hólmbergsbraut 2 (2024120129)
Óskað er eftir staðfestingu á merkjalýsingu fyrir Hólmbergsbraut 8 og Hólmbergsbraut 2.
Merkjalýsing staðfest.
5. Breiðbraut 671 (2024060404)
Sótt er um byggingarleyfi í umfangsflokki I fyrir björgunarsvölum utan á íbúðir á 2. og 3. hæð ásamt björgunaropi utan við björgunarsvalir og björgunarop á 1. hæð sbr. aðaluppdrætti OMR verkfræðistofu dags. 18.6.2024.
Byggingaráform samþykkt. Erindið uppfyllir gildandi skipulagsskilmála.
6. Flugvellir 9-13 (2024060274)
Óskað er eftir staðfestingu á merkjalýsingu fyrir Flugvellir 9-13.
Merkjalýsing staðfest.
7. Sunnubraut 36 (2024060171)
Sótt er um byggingarleyfi í umfangsflokki I fyrir bráðabirgðar kennslustofu sbr. aðaluppdrætti Verkfræðistofu Suðurnesja dags. 10.6.2024.
Byggingaráform samþykkt. Erindið uppfyllir gildandi skipulagsskilmála.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 09:57