383. fundur

05.06.2025 08:30

383. afgreiðslufundur byggingarfulltrúa var haldinn að Grænásbraut 910 þann 5. júní 2025, kl. 08:30

Viðstaddir: Sveinn Björnsson byggingarfulltrúi, Björk Lind Snorradóttir verkefnastjóri byggingarfulltrúa, Gunnar Kristinn Ottósson skipulagsfulltrúi, María Kjartansdóttir verkefnastjóri skipulagsmála, Erla Bjarný Gunnarsdóttir lögfræðingur umhverfis- og framkvæmdasviðs, Maríanna Hvanndal Einarsdóttir forstöðumaður skráninga, Sigurður Þór Arason fulltrúi, Aron Ingi Valtýsson fulltrúi og ritari.

1. Funatröð 8 (2025060020)

Sótt er um stöðuleyfi til 01.04.2025 fyrir einn 20 feta gám. Lögð fram mynd sem sýnir staðsetningu gáms.

Umsókn um stöðuleyfi hafnað. Gámur stendur utan lóðamarka.

2. Hrannargata 3 (2025050414)

Sótt er um stöðuleyfi til eins árs fyrir einn 40 feta gám. Lögð fram mynd sem sýnir staðsetningu gáms.

Erindi samþykkt, stöðuleyfi veitt til 5. júní 2026.

3. Hringbraut 94 (2025050388)

Sótt er um byggingarleyfi í umfangsflokki I fyrir breytingu á bílgeymslu í íbúð sbr. uppdrætti GJG Design dags. 06.01.2025.

Byggingaráform samþykkt. Erindið uppfyllir gildandi skipulagsskilmála.

4. Hafnargata 44-46 (2025050332)

Sótt er um stöðuleyfi til eins árs fyrir torgsöluhúsi við Hafnargötu 44-46. Meðfylgjandi er samþykki eiganda lóðar.

Erindi samþykkt, stöðuleyfi veitt til 15. maí 2026.

5. Vesturgata 7 (2025050034)

Sótt er um stöðuleyfi til 31.12.2025 fyrir einum 20 feta gám. Lögð fram mynd sem sýnir staðsetningu gáms.

Erindi samþykkt, stöðuleyfi veitt til 31. desember 2025.

6. Smiðjuvellir 9 (2025050267)

Sótt er um stöðuleyfi til eins árs fyrir tveimur 20 feta gámum.

Erindi samþykkt, stöðuleyfi veitt til 16. maí 2026.

7. Dvergadalur 7 (2025050084)

Sótt er um byggingarleyfi í umfangsflokki II fyrir fjölbýlishúsi á tveimur hæðum sbr. uppdrætti Verkfræðistofu Suðurnesja dags. 29.04.2025.

Byggingaráform samþykkt. Erindið uppfyllir gildandi skipulagsskilmála.

8. Austurgata 18 (2025040371)

Sótt er um byggingarleyfi í umfangsflokki I fyrir breytingu á bílgeymslu í gistirými í flokki 2.

Erindi frestað. Gögn ófullnægjandi.

9. Reynidalur 2 (2025030541)

Sótt er um byggingarleyfi í umfangsflokki I fyrir breytingum sbr. uppdrætti KRark dags 12.09.2023.

Byggingaráform samþykkt. Erindið uppfyllir gildandi skipulagsskilmála.

10. Dvergadalur 9 (2025020478)

Sótt er um byggingarleyfi í umfangsflokki II fyrir fjölbýlishúsi á tveimur hæðum sbr. uppdrætti Andra Ingólfssonar dags. 16.02.2025.

Byggingaráform samþykkt. Erindið uppfyllir gildandi skipulagsskilmála.

11. Nesvegur 13 (2025020361)

Sótt er um stöðuleyfi til 20.10.2025 fyrir þremur 20 feta gámum. Erindi var hafnað á 378. afgreiðslufundi byggingarfulltrúa þann 06.03.2025 þar sem gámar standa utan lóðar. Umsóknaraðili hefur fest kaup á umræddri lóð en vegna tafa á frágagni merkjalýsingu hefur kaupsamningi og afsali ekki verð þinglýst. Umsóknaraðili leggur því fram umboð frá lóðareiganda til að ráðstafa landskika að vild.

Erindi samþykkt, stöðuleyfi veitt til 5. júní 2026.

12. Heiðarhvammur 10 (2024120047)

Sótt er um byggingarleyfi í umfangsflokki I fyrir uppsetningu á færanlegum kennslustofum sbr. uppdrætti Verkfræðistofu Suðurnesja dags. 30.09.2024.

Byggingaráform samþykkt. Erindið uppfyllir gildandi skipulagsskilmála.

13. Heiðarbraut 27 (2024100200)

Sótt er um byggingarleyfi í umfangsflokki I fyrir uppsetningu á færanlegum kennslustofum sbr. uppdrætti Verkfræðistofu Suðurnesja dags. 21.11.2024.

Byggingaráform samþykkt. Erindið uppfyllir gildandi skipulagsskilmála.


Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 9:12