384. fundur

26.06.2025 09:00

384. afgreiðslufundur byggingarfulltrúa var haldinn að Grænásbraut 910 þann 26. júní 2025, kl. 09:00

Viðstaddir: Sveinn Björnsson byggingarfulltrúi, Björk Lind Snorradóttir verkefnastjóri byggingarfulltrúa, Maríanna Hvanndal Einarsdóttir forstöðumaður skráninga, Sigurður Þór Arason fulltrúi, Aron Ingi Valtýsson fulltrúi og ritari.

1. Bergvegur 12 (2025060367)

Tilkynnt er um tilkynningarskylda mannvirkjagerð undanþegna byggingarheimild og -leyfi. Koma á fyrir kaldri geymslu undir útitröppum og sagað úr útvegg fyrir útihurð sbr. uppdrætti Glóru dags. 19.06.2025.

Embætti Byggingarfulltrúi gerir ekki athugasemd við erindið.

2. Sunnubraut 36 (2025060360)

Sótt er um byggingarleyfi í umfangsflokki I fyrir tímabundinni skólastofu sbr. uppdrætti Verkfræðistofu Suðurnesja dags. 30.05.2025.

Byggingarfulltrúi vísar umsókninni til skipulagsráðs með tilvísun í 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

3. Vatnsnesvegur 33 (2025060359)

Sótt er um byggingarleyfi í umfangsflokki 2 fyrir breytingum innanhúss sbr. uppdrætti ASK Arkitekta dags. 28.05.2025.

Byggingaráform samþykkt. Erindið uppfyllir gildandi skipulagsskilmála.

4. Smiðjuvellir 9 (2025060268)

Sótt er um stöðuleyfi til eins árs fyrir tveimur 20 feta gámum.

Erindi samþykkt, stöðuleyfi veitt til 26. júní 2026.

5. Valhallarbraut 891 (2025060145)

Sótt er um stöðuleyfi til eins árs fyrir einum 20 feta gám. Lagðar fram myndir sem sýna staðsetningu gáms.

Erindi samþykkt, stöðuleyfi veitt til 26. júní 2026.

6. Flugvallarbraut 936 (2025060105)

Sótt er um byggingarleyfi í umfangsflokki 2 fyrir breytingum. Breyting felst í að koma fyrir rennihurð á suðurhlið byggingar ásamt uppsetningu á palli þar fyrir framan sbr. uppdrætti Vektor dags. 23.06.2025.

Byggingaráform samþykkt. Erindið uppfyllir gildandi skipulagsskilmála.


Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 09:17.