- Þjónusta
- Velferð og stuðningur
- Menntun og fræðsla
- Skipulags-, bygginga- og umhverfismál
- Íþróttir og tómstundir
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- Mitt Reykjanes
Viðstaddir: Sveinn Björnsson byggingarfulltrúi, Björk Lind Snorradóttir verkefnastjóri byggingarfulltrúa, María Kjartansdóttir verkefnastjóri skipulagsmála, Maríanna Hvanndal Einarsdóttir forstöðumaður skráninga, Sigurður Þór Arason fulltrúi og ritari.
Sótt er um byggingarleyfi í umfangsflokki II til að breyta iðnaðarbili í íbúð og bílgeymslu sbr. uppdrætti Verkfræðistofu Suðurnesja dags. 14. ágúst 2025.
Breytingin fellur ekki að aðalskipulagi Reykjanesbæjar.
M9 Vatnsnes.
Gert er ráð fyrir endurskipulagningu á Vatnsnesi og blandaðri byggð atvinnu, þjónustu og íbúða á efri hæðum, en nesið er sérlega stórbrotið og áhugavert til endurbyggingar. Svæðið tengist miðbæ og lífæð beint um Hafnargötu. Hæðir húsa þrjár til fimm, fjölbýlishús með fjölbreyttri gerð íbúða. Byggðin getur orðið kennileiti í byggð frá sjó og landi. Huga þarf sérstaklega að veðri og myndun vindstrengja á svæðinu. Bílgeymslum verði komið fyrir neðanjarðar að hluta. Huga þarf að endurbótum byggðar og umhverfis og mikilvægt er að frágangur og ásýnd á svæðinu taki mið af því að starfsemin og íbúðabyggð geti farið saman.
Erindi hafnað.
Sótt er um byggingarleyfi í umfangsflokki I fyrir 4,5 m fjarskiptamastri á norðurgafli húss sbr. uppdrætti Íslandsturna dags. í júní 2025.
Byggingaráform samþykkt. Erindið uppfyllir gildandi skipulagsskilmála.
Sótt er um byggingarleyfi í umfangsflokki I fyrir sólstofu sbr. uppdrætti Beims dags. 22. júlí 2025.
Erindi vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.
Sótt er um byggingarleyfi í umfangsflokki II fyrir einbýlishúsi sbr. uppdrætti Beims dags. 6. ágúst 2025.
Erindi vísað til skipulagsfulltrúa til frekari úrvinnslu.
Sótt er um byggingarleyfi í umfangsflokki II fyrir iðnaðarhúsi sbr. uppdrætti RISS dags. 29. júlí 2025.
Byggingaráform samþykkt. Erindið uppfyllir gildandi skipulagsskilmála.
Sótt er um byggingarleyfi í umfangsflokki II fyrir viðbyggingu sbr. uppdrætti Verkís dags. 6. nóvember 2025.
Byggingaráform samþykkt. Erindið uppfyllir gildandi skipulagsskilmála.
Sótt er byggingarleyfi í umfangsflokki II fyrir einbýlishúsi sbr. uppdrætti M11 arkitekta dags. 19. ágúst 2024.
Erindi frestað.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 9:05.