387. fundur

04.09.2025 14:15

387. afgreiðslufundur byggingarfulltrúa var haldinn að Grænásbraut 910 þann 4. september 2025, kl. 14:15

Viðstaddir: Sveinn Björnsson byggingarfulltrúi, Björk Lind Snorradóttir verkefnastjóri byggingarfulltrúa, María Kjartansdóttir verkefnastjóri skipulagsmála, Erla Bjarný Gunnarsdóttir lögfræðingur umhverfis- og framkvæmdasviðs, Sigurður Þór Arason fulltrúi, Aron Ingi Valtýsson fulltrúi og ritari.

1. Melás 8 (2025090005)

Sótt er um stöðuleyfi til eins árs fyrir einn 20 feta gám. Lögð fram mynd sem sýnir staðsetningu gáms.

Erindi samþykkt, stöðuleyfi veitt til 01.09.2026.

2. Klettás 21 (2025080531)

Sótt er um byggingarleyfi í umfangsflokki II fyrir útlitsbreytingum sbr. uppdrætti JeES arkitekta dags. 05.08.2025.

Byggingaráform samþykkt. Erindið uppfyllir gildandi skipulagsskilmála.

3. Keilisbraut 771 (2025080508)

Sótt er um stöðuleyfi til eins árs fyrir einum 40 feta gám. Lögð fram mynd sem sýnir staðsetningu gáms.

Erindi samþykkt, stöðuleyfi veitt til 01.09.2026.

4. Flugvallarbraut 701 (2025080471)

Sótt er um byggingarleyfi í umfangsflokki fyrir viðbyggingu sbr. uppdrætti Glóru dags. 13.07.2025.

Byggingarfulltrúi vísar umsókninni til skipulagsfulltrúa til frekari úrvinnslu.

5. Sunnubraut 36 (2025080434)

Sótt er um stöðuleyfi til eins árs fyrir tveimur frístundahúsum í smíðum sbr. uppdrætti Beims dags. 25.08.2025.

Erindi samþykkt, stöðuleyfi veitt til 01.09.2026.

6. Keilisbraut 770 (2025080386)

Sótt er um stöðuleyfi til sjö mánaða fyrir tveimur frístundahúsum í smíðum sbr. uppdrætti Beims dags. 23.07.2025.

Erindi samþykkt, stöðuleyfi veitt til 01.09.2026.

7. Lindarbraut 624 (2025080332)

Sótt er um byggingarleyfi í umfangsflokki I fyrir viðbyggingu sbr. uppdrætti OMR verkfræðistofu dags. 19.08.2025.

Byggingarfulltrúi vísar umsókninni til skipulagsfulltrúa til frekari úrvinnslu.

8. Flugvellir 17 (2025070155)

Sótt er um byggingarleyfi í umfangsflokki I fyrir nýbyggingu sbr. uppdrætti dap dags. 11.07.2025.

Byggingaráform samþykkt. Erindið uppfyllir gildandi skipulagsskilmála.

9. Axartröð 1-3 og 5-7 (2025050192)

Óskað er eftir staðfestingu á merkjalýsingu fyrir Axartröð 1-3 og 5-7.

Merkjalýsing staðfest.

10. Selás 18 (2024090339)

Sótt er um byggingarleyfi í umfangflokki II fyrir einbýlishúsi sbr. uppdrætti M11 arkitekta dags. 19.08.2024.

Byggingaráform samþykkt. Erindið uppfyllir gildandi skipulagsskilmála.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 14:45.