389. fundur

30.09.2025 08:30

389. afgreiðslufundur byggingarfulltrúa var haldinn að Grænásbraut 910 þann 30. september 2025 kl. 08:30

Viðstaddir: Sveinn Björnsson byggingarfulltrúi, Björk Lind Snorradóttir verkefnastjóri byggingarfulltrúa, María Kjartansdóttir verkefnastjóri skipulagsmála, Erla Bjarný Gunnarsdóttir lögfræðingur umhverfis- og framkvæmdasviðs, Aron Ingi Valtýsson fulltrúi, Sigurður Þór Arason fulltrúi og ritari.

1. Hólagata 20 (2025090463)

Sótt er um byggingarleyfi í umfangsflokki I fyrir LED skilti sbr. aðaluppdrætti Teiknistofunnar Traðar dags. 26. september 2025.

Byggingarfulltrúi vísar umsókninni til skipulagsfulltrúa til frekari úrvinnslu.

2. Hafnargata 44-46 (2025090446)

Sótt er um stöðuleyfi fyrir torgsöluhúsi til eins árs. Lögð fram mynd sem sýnir staðsetningu torgsöluhúss.

Erindi samþykkt, stöðuleyfi veitt til 25. september 2026.

3. Sjónarhóll 6 (2025090434)

Sótt er um byggingarleyfi í umfangsflokki II fyrir breytingum á innra skipulagi og breytingum að utan sbr. aðaluppdrætti Tensio dags. 17. september 2025.

Erindi frestað. Gögn ófullnægjandi.

4. Sunnubraut 56 (2025090402)

Sótt er um byggingarleyfi í umfangsflokki I vegna uppsetningar fjarnetslofneta á þaki sbr. aðaluppdrætti Strendings dags. 22. ágúst 2025.

Erindi frestað. Samþykki eiganda liggur ekki fyrir.

5. Hafnargata 21 (2025090328)

Sótt er um byggingarleyfi í umfangsflokki II fyrir 3. hæða viðbyggingu ofan á núverandi verslunarhúsnæði með íbúðum sbr. aðaluppdrætti Glóru dags. 11. september 2025.

Erindi frestað. Gögn ófullnægjandi.

6. Flugvellir 15, bil 6 (2025090307)

Sótt er um byggingarleyfi í umfangsflokki I fyrir breytingum innanhúss sbr. aðaluppdrætti Beims dags. 8. september 2025.

Erindi frestað. Gögn ófullnægjandi.

7. Greniteigur 41 (2025090306)

Sótt er um byggingarleyfi í umfangsflokki I fyrir viðbyggingu ofan á svalir sbr. aðaluppdrætti Glóru dags. 28. janúar 2025.

Byggingarfulltrúi vísar umsókninni til skipulagsfulltrúa til frekari úrvinnslu.

8. Valhallarbraut 868 (2025050292)

Óskað er eftir staðfestingu á merkjalýsingu fyrir Valhallarbraut 868. Valhallarbraut 868, 873 og 873A sameinast í eina lóð.

Merkjalýsing staðfest.

9. Þrastartjörn 44 (2024090184)

Sótt er um byggingarleyfi í umfangsflokki I fyrir nýrri bílgeymslu sbr. aðaluppdrætti KRark dags. 6. apríl 2017. Umhverfis- og skipulagsráð samþykkti erindið með fyrirvara um grenndarkynningu án athugasemda, engar athugasemdir bárust.

Byggingaráform samþykkt. Erindið uppfyllir gildandi skipulagsskilmála.


Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 9:00