390. fundur

15.10.2025 08:30

390. afgreiðslufundur byggingarfulltrúa var haldinn að Grænásbraut 910 þann 15. október 2025 kl. 08:30

Viðstaddir: Sveinn Björnsson byggingarfulltrúi, Björk Lind Snorradóttir verkefnastjóri byggingarfulltrúa, Anna Þóra Gísladóttir verkefnastjóri byggingarfulltrúa, María Kjartansdóttir verkefnastjóri skipulagsmála, Aron Ingi Valtýsson fulltrúi, Sigurður Þór Arason fulltrúi og ritari.

1. Hafnagata 31b (2025100144)

Tilkynnt er um tilkynningarskylda mannvirkjagerð undanþegna byggingarheimild og -leyfi um endurhleðslu á tveimur fornum tóftum.

Miðað við umfang framkvæmda er um byggingarleyfisskylda framkvæmd að ræða og bent er á að deiliskipulag er ekki til fyrir svæðið. Sækja skal um byggingarleyfi.

2. Ferjutröð 15 - (2025090391)

Óskað er eftir staðfestingu á merkjalýsingu fyrir Ferjutröð 15.

Merkjalýsing staðfest.

3. Fuglavík 35 (2025070188)

Sótt er um byggingarleyfi í umfangsflokki II fyrir iðanaðarhúsnæði sbr. aðaluppdrætti RISS dags. 4. júní 2025. Umsókn fór fyrir umhverfis- og skipulagsráð og var samþykkt með fyrirvara um grenndarkynningu, grenndarkynningu lauk án athugasemda.

Byggingaráform samþykkt. Erindið uppfyllir gildandi skipulagsskilmála.

4. Aðaltorg (2025060073)

Óskað er eftir staðfestingu á merkjalýsingu við Aðaltorg. Lóðin fær nýtt staðfang sem er Aðalgata 150, landeignarnúmer L240239.

Merkjalýsing staðfest.

5. Stapagata 21 (2024090275)

Óskað er eftir staðfestingu á merkjalýsingu fyrir Stapagötu 21.

Merkjalýsing staðfest.


Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 09:18.