392. fundur

25.11.2025 09:00

Fundargerð 392. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa haldinn að Grænásbraut 910 25. nóvember 2025 kl. 09:00

Viðstaddir: Sveinn Björnsson byggingarfulltrúi, Björk Lind Snorradóttir verkefnastjóri byggingarfulltrúa, Anna
Þóra Gísladóttir verkefnastjóri byggingarfulltrúa, Gunnar Kristinn Ottósson skipulagsfulltrúi, Aron Ingi
Valtýsson fulltrúi, Aron Heiðar Steinsson veitustjóri, Sigurður Þór Arason fulltrúi og ritari.

1. Suðurgata 1 (2025110405)

Sótt er um byggingarleyfi í umfangsflokki I fyrir bílgeymslu sbr. aðaluppdrætti Verkfræðistofu Suðurnesja dags. 21. nóvember 2025.

Byggingarfulltrúi vísar umsókninni til skipulagsfulltrúa til frekari úrvinnslu.

2. Holtsgata 31 (2025110360)

Sótt er um byggingarleyfi í umfangsflokki I fyrir viðbyggingu sbr. aðaluppdrætti RISS dags. 5. september 2025.

Byggingarfulltrúi vísar umsókninni til skipulagsfulltrúa til frekari úrvinnslu.

3. Hringbraut 136 (2025110349)

Tilkynnt er um tilkynningarskylda mannvirkjagerð undanþegna byggingarheimild og -leyfi fyrir undirkerfi, einangrun og klæðingu á suðurgafl húss.

Embætti Byggingarfulltrúa gerir ekki athugasemd við erindið.

4. Kirkjubraut 15 (2025110287)

Sótt er um stöðuleyfi fyrir einum 20 feta gám til eins árs. Lögð fram mynd sem sýnir staðsetningu gáms.

Erindi frestað. Samþykki aðliggjandi lóðar þarf að liggja fyrir.

5. Fuglavík 27 (2025110266)

Sótt er um byggingarleyfi í umfangsflokki II fyrir nýbyggingu sbr. aðaluppdrætti RISS dags. 15. ágúst 2025.

Byggingarfulltrúi vísar umsókninni til skipulagsfulltrúa til frekari úrvinnslu.

6. Hafnargata 21 (2025090328)

Sótt er um byggingarleyfi í umfangsflokki II fyrir 3. hæða viðbyggingu ofan á núverandi húsnæði sbr. aðaluppdrætti Glóru dags. 11. september 2025.

Erindi frestað. Deiliskipulag fyrir Hafnargötu er í kynningu sbr. 377. fund umhverfis- og skipulagsráðs.

7. Hafnargata 27A (2025020195)

Sótt er um byggingarleyfi í umfangsflokki II fyrir breytingum á innra skipulagi auk þess sem húsið verður einangrað og klætt að utan og svölum bætt við sbr. aðaluppdráttum Glóru dags. 22. júlí 2025.

Erindi frestað. Deiliskipulag fyrir Hafnargötu er í kynningu sbr. 377. fund umhverfis- og skipulagsráðs.

8. Brekadalur 11 (2020110316)

Sótt er um byggingarleyfi í umfangsflokki II fyrir einbýlishúsi á tveimur hæðum sbr. aðaluppdrætti Teiknistofunnar Óðinstorgi dags. 17. nóvember 2020.

Byggingaráform samþykkt. Erindið uppfyllir gildandi skipulagsskilmála.


Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 09:31