- Þjónusta
- Velferð og stuðningur
- Menntun og fræðsla
- Skipulags-, bygginga- og umhverfismál
- Íþróttir og tómstundir
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- Mitt Reykjanes
Viðstaddir: Sveinn Björnsson byggingarfulltrúi, Björk Lind Snorradóttir verkefnastjóri byggingarfulltrúa, Anna Þóra Gísladóttir verkefnastjóri byggingarfulltrúa, Erla Bjarný Gunnarsdóttir lögfræðingur umhverfis- og framkvæmdasviðs, Aron Ingi Valtýsson fulltrúi, Sigurður Þór Arason fulltrúi og ritari.
Sótt er um byggingarleyfi í umfangsflokki I fyrir minniháttar breytingu á innra skipulagi sbr. aðaluppdrætti Arkís dags. 17.10.25.
Byggingaráform samþykkt. Erindið uppfyllir gildandi skipulagsskilmála.
Sótt er um stöðuleyfi til eins árs fyrir 10 m2 vinnuskúr á horni Réttarvegar. Lögð fram mynd sem sýnir staðsetningu.
Skv. grein 2.3.1. í byggingarreglugerð fellur erindi ekki undir skilgreiningu um umsókn um stöðuleyfi. Þar sem um tengingu við skolplagnir Reykjanesbæjar er að ræða er erindið byggingarleyfisskylt, skila þarf inn byggingarleyfisumsókn.
Umsókn um stöðuleyfi hafnað.
Sótt er um stöðuleyfi til eins árs fyrir níu 40 feta gámum auk 12 m x 12 m „gámatjalds“ sbr. aðaluppdrætti RISS dags. 12.05.2022.
Erindi frestað. Leitað verður eftir umsögnum eldvarnar- og vinnueftirlits.
Embætti byggingarfulltrúa bendir auk þess á að skv. grein 2.3.6. í byggingarreglugerð fellur tjaldhýsi undir tilkynningarskylda mannvirkjagerð undanþegna byggingarheimild og -leyfi.
Sótt er um byggingarleyfi í umfangsflokki I fyrir stækkun á bílgeymslu sbr. aðaluppdrætti AVJ teiknistofu dags. 20.08.2023.
Grenndarkynning útrunnin. Byggingarfulltrúi vísar umsókninni til skipulagsfulltrúa til frekari úrvinnslu.
Sótt er um byggingarleyfi í umfangsflokki I fyrir breytingum innan- og utandyra sbr. aðaluppdrætti Arkís dags. 10.12.2025.
Byggingaráform samþykkt. Erindið uppfyllir gildandi skipulagsskilmála.
Sótt er um stöðuleyfi til tveggja ára fyrir fjórum gámum, 40 m2 í heild. Lögð fram mynd sem sýnir staðsetningu gáma.
Embætti byggingarfulltrúa bendir á að stöðuleyfi eru veitt til eins árs í senn.
Erindi samþykkt, stöðuleyfi veitt til 13. janúar 2027.
Lagðar fram breytingateikningar á áður samþykktum byggingaráformum sbr. aðaluppdrætti RISS dags. 09.12.2025.
Þar sem um fjölgun íbúða er að ræða vísar byggingarfulltrúi umsókninni til skipulagsfulltrúa til frekari úrvinnslu. Einnig er gerð krafa um algilda hönnun.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 09:08.