- Þjónusta
- Velferð og stuðningur
- Menntun og fræðsla
- Skipulags-, bygginga- og umhverfismál
- Íþróttir og tómstundir
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- Mitt Reykjanes
Mættir: Hjörtur Magnús Guðbjartsson formaður, Hanna Björg Konráðsdóttir aðalmaður, Kristján Jóhannsson aðalmaður, Sigurður Guðjónsson aðalmaður, Úlfar Guðmundsson aðalmaður og Halldór Karl Hermannsson hafnarstjóri.
DAGSKRÁ
Hafnarstjóri fór yfir ýmislegt er snýr að fjármálum hafnarinnar. Lagt er til að hafnarstjóri kanni möguleika á endurfjármögnun á hluta af langtímaskuldum hafnarinnar til að létta á greiðslubyrði hafnarinnar í framtíðinni. Samþykkt samhljóða.
Stjórn Reykjaneshafnar samþykkti á 235. fundi sínum 21. nóvember s.l. að taka til endurskoðunar framtíðarsýn Reykjaneshafnar sem lögð var fram á 212. fundi stjórnarinnar 23. janúar 2018. Hafnarstjóri kynnti næstu skref í þeirri vinnu.
Hafnarstjóri kynnti samkomulag milli Reykjaneshafnar og Aalborg Portland Ísland ehf. varðandi fyrirkomulag á greiðslu vörugjalda á innfluttu sementi árið 2020. Lagt er til að samkomulagið verði samþykkt og hafnarstjóra falið að undirrita það. Samþykkt samhljóða.
Reykjaneshöfn hefur heimilað lögaðilum efnisvinnslu jarðefnis á hafnarsvæðinu í Helguvík gegn ákveðnum skilyrðum. Hafnarstjóri kynnti drög að samkomulagi við Ellert Skúlason ehf. varðandi slíka vinnslu. Lagt er til að hafnarstjóri vinni viðkomandi drög áfram og leggi fyrir stjórn til samþykktar. Samþykkt samhljóða.
Hafnarstjóri fór yfir stöðu ýmissa mála er varða starfsemi hafnarinnar.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 18:40. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 21. janúar 2020.