- Þjónusta
- Velferð og stuðningur
- Menntun og fræðsla
- Skipulags-, bygginga- og umhverfismál
- Íþróttir og tómstundir
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- Mitt Reykjanes
Viðstaddir: Hjörtur Magnús Guðbjartsson formaður, Hanna Björg Konráðsdóttir varaformaður, Kristján Jóhannsson aðalmaður, Sigurður Guðjónsson aðalmaður og Úlfar Guðmundsson aðalmaður.
Að auki sat fundinn Halldór Karl Hermannsson hafnarstjóri.
Hafnarstjóri fór yfir stöðuna í endurskoðun á ársreikningi Reykjaneshafnar vegna ársins 2021.
Hafnarstjóri fór yfir ýmislegt sem snýr að mannvirkjum hafnarinnar.
Fylgigögn:
Vatnsnesviti - grunnmynd
Ljósgeisli Vatnsnesvita - kort
Hafnarstjóri kynnti drög að starfslokum starfsmanns hafnarinnar sem er að láta af störfum vegna heilsubrests. Eftirfarandi var lagt fram: Stjórn Reykjaneshafnar samþykkir viðkomandi drög að starfslokum og þakkar viðkomandi starfsmanni störf hans í þágu hafnarinnar. Samþykkt samhljóða.
Hafnarstjóri kynnti drög að leigusamningi við Íslenska Gámafélagið ehf. sem hefur óskað eftir því að taka á skammtímaleigu landsvæði í eigu Reykjaneshafnar á iðnaðarsvæðinu í Helguvík. Eftirfarandi var lagt fram: Stjórn Reykjaneshafnar samþykkir viðkomandi drög að leigusamningi og felur hafnarstjóra að undirrita þau. Samþykkt samhljóða.
Siglingafélagið Knörr hefur fengið aðstöðu í bráðabirgðahúsnæði í eigu Reykjanesbæjar sem staðsett er við smábátahöfnina í Grófinni. Hafnarstjóri kynnti erindi frá íþrótta- og tómstundafulltrúa Reykjanesbæjar fyrir hönd bæjarins þar sem hann óskar eftir stöðuleyfi fyrir viðkomandi aðstöðu á þessum stað til eins árs. Eftirfarandi var lagt fram: Stjórn Reykjaneshafnar fagnar því framtaki sem felst í endurreisn Siglingafélagsins Knarrar. Stjórnin samþykkir stöðuleyfi viðkomandi aðstöðu og vonar að starfsemi siglingafélagsins eigi eftir að eflast og blómstra. Samþykkt samhljóða.
Fylgigögn:
Hafnarstjóri kynnti drög að samningi við Endurvinnsluna hf. varðandi útskipun á gleri um Helguvíkurhöfn til endurvinnslu erlendis. Eftirfarandi var lagt fram: Stjórn Reykjaneshafnar samþykkir fyrirliggjandi drög og felur hafnarstjóra að undirrita þau. Samþykkt samhljóða.
Hafnarstjóri fór yfir stöðu Reykjaneshafnar sem kröfuhafa í þrotabúið.
Hafnarstjóri fór yfir stöðu ýmissa mála er varða starfsemi hafnarinnar.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 18:30. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 5. apríl 2022.