- Þjónusta
- Velferð og stuðningur
- Menntun og fræðsla
- Skipulags-, bygginga- og umhverfismál
- Íþróttir og tómstundir
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- Mitt Reykjanes
Mættir: Hjörtur Magnús Guðbjartsson formaður, Alexander Ragnarsson, Kristján Jóhannsson, Sigurður Guðjónsson og Úlfar Guðmundsson.
Að auki sat fundinn Halldór Karl Hermannsson hafnarstjóri.
Hafnarstjóri fór yfir rekstrarstöðu hafnarinnar fyrstu átta mánuði ársins.
Hafnarstjóri kynnti stöðu í vinnslu fjárhagsáætlunar Reykjaneshafnar fyrir árið 2023.
Fylgigögn:
Minnisblað frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga
a. Smábátahöfnin í Grófinni. Verkfundargerð 1 vegna endurbóta á hafnarmynni hafnarinnar vegna skemmda sem urðu í óveðri á fyrri hluta ársins 2020. Lögð fram til kynningar.
b. Hafnarhöfn. Hafnarstjóri fór yfir umsókn Reykjaneshafnar til framkvæmdasjóðs ferðamannastaða um uppbyggingu útsýnispalls á hafnarsvæði Hafnarhafnar.
Fylgigögn:
Framkvæmdasjóður ferðamannastaða
a. Hafnarbakki 7. Fyrir liggur kaupsamningur um lóðina Hafnarbakki 7, fasteinganúmer F233 2383 en Reykjaneshöfn hefur forkaupsrétta á viðkomandi eign. Eftirfarandi var lagt fram: Stjórn Reykjaneshafnar samþykkir að nýta viðkomandi forkaupsrétt.
Samþykkt samhljóða.
b. Hafnarbraut 4. Fyrir liggur kaupsamningur um lóðina Hafnarbraut 4, fasteinganúmer F209 3346 en Reykjaneshöfn hefur forkaupsrétta á viðkomandi eign. Eftirfarandi var lagt fram: Stjórn Reykjaneshafnar samþykkir að falla frá viðkomandi forkaupsrétt.
Samþykkt samhljóða.
c. Afsalsbréf vegna Landshafnarinnar í Keflavík og Njarðvík. Sýslumaðurinn á Suðunesjum hefur haft afsalsbréf vegna Landshafnarinnar í Keflavík og Njarðvík til meðferðar og gert kröfu um greiðslu stimpilgjalds. Eftirfarandi var lagt fram: Stjórn Reykjaneshafnar mótmælir þeirri ákvörðun Sýslumannsins á Suðurnesjum um greiðslu viðkomandi stimpilgjalda og felur hafnarstjóra í samráði við lögmann Reykjanesbæjar að fylgja þeim mótmælum eftir.
Samþykkt samhljóða.
Fundargerð 445. fundar Hafnasambands Íslands frá 14. júní sl.
Lögð fram til kynningar.
Fylgigögn:
Fundargerð Hafnasambands Íslands
Dagskrá Hafnasambandsþings 2022 sem fram fer 27. og 28. október n.k.
Lögð fram til kynningar.
Fylgigögn:
Dagskrá Hafnasambandsþings 2022
Hafnarstjóri fór yfir stöðu mála í markaðsstefnu Reykjaneshafnar er varðar Keflavíkurhöfn.
Hafnarstjóri fór yfir stöðu ýmissa mála er varðar starfsemi hafnarinnar.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 18:45. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 4. október 2022.