- Þjónusta
- Stjórnsýsla
Þú getur notað Google til að þýða þessa vefsíðu. Við tökum enga ábyrgð á nákvæmni þýðingarinnar. Þjónustan notar vafrakökur til þess að bæta upplifun notenda.
Viðstaddir: Hjörtur Magnús Guðbjartsson formaður, Alexander Ragnarsson, Kristján Jóhannsson, Sigurður Guðjónsson og Úlfar Guðmundsson.
Að auki sat fundinn Halldór Karl Hermannsson sviðsstjóri atvinnu- og hafnarsviðs.
Formaður kynnti að á 626. fundi bæjarstjórnar Reykjanesbæjar þann 20. júní sl. var tekin fyrir endurskoðuð samþykkt um stjórn Reykjanesbæjar og fundarsköp bæjarstjórnar og hún samþykkt. Í 57. grein samþykktarinnar 8. tölulið kom fram að stjórn Reykjaneshafnar yrði framvegis atvinnu- og hafnarráð Reykjanesbæjar. Einnig kynnti hann erindisbréf ráðsins sem samþykkt var á sama fundi bæjarstjórnar.
Atvinnu- og hafnarráð felur formanni og sviðsstjóra að fylgja eftir endurskoðun á samþykktum fyrir Reykjaneshöfn í samræmi við ofangreindar breytingar.
Bréf frá Reykjanesbæ, dags. 21.06.23, með bókun umhverfis- og skipulagsráðs Reykjanesbæjar varðandi deiliskipulag Njarðvíkurhafnar – suðursvæði. Þar kemur fram að ráðið telur skipulagsgögnin fullnægjandi og samþykkt sé að deiliskipulagið verði sent Skipulagsstofnun til endanlegrar afgreiðslu.
Fylgigögn:
Bókun umhverfis- og skipulagsráðs
Sviðsstjóri kynnti hugmynd að vinnustofu í tengslum við vinnslu atvinnustefnu Reykjanesbæjar.
Atvinnu- og hafnarráð samþykkir að sviðsstjóri vinni áfram í málinu og komi með endanlegar tillögur á næsta fundi.
Sviðsstjóri sagði frá fundi sem haldinn var föstudaginn 30. júní með fulltrúum Grindavíkurhafnar, Sandgerðishafnar og Markaðsstofu Reykjaness í framhaldi af erindi Reykjaneshafnar til þessara aðila um að kanna möguleika á sameiginlegri markaðssetningu hafna á Reykjanesi gagnvart skemmtiferðaskipum.
Atvinnu- og hafnarráð lýsir ánægju sinni með framvindu málsins og felur sviðsstjóra að vinna það áfram.
Fyrirliggjandi á fundinum eru drög að samkomulagi milli Reykjaneshafnar og Aalborg Portland Íslandi varðandi uppsetningu og afnot af bílavog við aðkomu að Norðurbakka Helguvíkurhafnar.
Atvinnu- og hafnarráð samþykkir fyrirliggjandi samningsdrög og felur sviðsstjóra að undirrita þau þegar endanleg staðsetning bílavogar liggur fyrir.
Unnar Steinn Bjarndal bæjarlögmaður mætti á fundinn undir þessum lið. Farið var yfir drög að lóðarleigusamningi milli Reykjaneshafnar og Lauga ehf. um lóðina Fitjabakka 8.
Atvinnu- og hafnarráð samþykkir fyrirliggjandi samning og felur sviðsstjóra að undirrita hann.
Áhugi er kominn fram um að hefja uppbyggingu nýrra hafnarmannvirkja í Helguvíkurhöfn. Í tengslum við þær hugmyndir getur þurft að breyta og aðlaga lóðarmörk við lóðir á Stakksbraut sem liggja að hafnarsvæðinu.
Atvinnu- og hafnarráð felur hafnarstjóra að opna viðræður við skipulagsyfirvöld varðandi þá möguleika sem geta verið í boði.
Fylgigögn:
Stakksbraut - lóðir upp af Norðurbakka Helguvíkurhafnar
Farið var yfir stöðu mála er varðar þrotabúið.
Sviðsstjóri fór yfir rekstrarstöðu sviðsins fyrstu fimm mánuði ársins.
Sviðsstjóri fór yfir stöðu ýmissa mála er varða starfsemi sviðsins.
Á fundi sveitarstjórnar sveitarfélagsins Voga þann 30. júní sl. var samþykkt framkvæmdaleyfi fyrir Suðurnesjalínu 2 og í framhaldi var undirritað samkomulag milli sveitarfélagsins og Landsnets um þá framkvæmd. Þar með hafa öll sveitarfélög sem koma að lagningu Suðurnesjalínu 2 veitt framkvæmdaleyfi sitt og ekkert því til fyrirstöðu að framkvæmdin hefjist.
Atvinnu- og hafnarráð fagnar því að ekkert hamlar lengur að Suðurnesjalína 2 verði reist til að tryggja orkuöryggi á Suðurnesjum. Í samskiptum fulltrúa atvinnumála í Reykjanesbæ við hina ýmsu aðila sem horfa til uppbyggingar í sveitarfélaginu hafa komið fram áhyggjur þeirra af því að nægjanleg orka sé ekki til staðar á svæðinu fyrir viðkomandi starfsemi. Nú hefur þessum óvissuþætti verið eytt sem skapar sóknarfæri og góðar undirstöður fyrir samfélagið til framtíðar.
Fylgigögn:
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 18:15. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarráðs 6. júlí 2023.