278. fundur

21.09.2023 16:00

278. fundur atvinnu- og hafnarráðs Reykjanesbæjar var haldinn á skrifstofu Reykjaneshafnar að Víkurbraut 11 þann 21. september 2023 kl. 16:00

Viðstaddir: Hjörtur Magnús Guðbjartsson formaður, Alexander Ragnarsson, Kristján Jóhannsson, Sigurður Guðjónsson og Úlfar Guðmundsson.

Að auki sat fundinn Halldór Karl Hermannsson sviðsstjóri atvinnu- og hafnarsviðs.

1. Fjárhagsáætlun ársins 2024 (2023080020)

Halldór Karl Hermannsson, sviðsstjóri atvinnu- og hafnarsviðs, kynnti stöðu á vinnslu fjárhagsáætlunar atvinnu- og hafnarsviðs fyrir árið 2024.

2. Atvinnustefna (2023020501)

Farið var yfir stöðuna í undirbúningi að vinnustofu sem verður 4. október nk. vegna mótunar atvinnustefnu Reykjanesbæjar.

3. Samráðsnefnd um þróun hafnarsvæða (2023010392)

Fulltrúar ráðsins í samráðsnefndinni fóru yfir ýmis mál sem þar eru til umfjöllunar.

4. Njarðvíkurhöfn - dýpkun hafnar (2023080391)

Halldór Karl Hermannsson, sviðsstjóri atvinnu- og hafnarsviðs, fór yfir stöðuna við vinnu útboðsgagna vegna framkvæmdarinnar. Stefnt er að því að leggja útboðsgögnin fyrir næsta fund ráðsins.

5. Helguvíkurhöfn – sjóvörn (2023090529)

Halldór Karl Hermannsson, sviðsstjóri atvinnu- og hafnarsviðs, fór yfir skemmdir sem fram hafa komið á sjóvörn í Helguvíkurhöfn. Verið er að meta umfang þeirra og kostnað við endurbætur.

6. Samkeppniseftirlitið – álit nr. 1/2023 (2023090035)

Samkeppniseftirlitið hefur birt álit um samkeppnishindranir á flutningamarkaði og beinir því til hagaðila að ráðist verði í aðgerðir til að draga úr samkeppnishindrunum á þeim markaði en Reykjaneshöfn eins og aðrar hafnir landsins telst til hagaðila.

Atvinnu- og hafnarráð tekur undir álit samkeppniseftirlitsins og þær úrbætur sem þar eru lagðar til. Jafnræði í viðskiptum er forsenda heilbrigðs viðskiptaumhverfis og tryggir hagkvæmni sem er öllum til góða.

Fylgigögn:

Samkeppnishindranir á flutningamarkaði - álit Samkeppniseftirlitsins
Leiðir til að efla samkeppni á flutningamarkaði - frétt

7. Skemmtiferðaskip (2023010396)

Halldór Karl Hermannsson, sviðsstjóri atvinnu- og hafnarsviðs, sótti ráðstefnuna Seatrade Europe 2023 sem haldin var í Hamborg dagana 6.-8. september sl. Fór hann yfir það helsta sem þar kom fram.

8. Stakksbraut 15 - stækkun lóðar (2023080404)

Bréf Reykjanesbæjar, dags. 07.09.23, þar sem tilkynnt er að erindi Reykjaneshafnar um breytingar á lóðarmörkum lóðarinnar Stakksbraut 15 væri samþykkt.

Fylgigögn:

Stakksbraut 15 - stækkun lóðar - bókun umhverfis- og skipulagsráðs

9. Norðurál Helguvík ehf. (2020080524)

Farið var yfir stöðu mála er varða þrotabúið.

10. Fitjabraut 5 – breyting á nýtingarhlutfalli (2019100156)

Tölvupóstur, dags. 20.09.23, frá Reykjanesbæ þar sem óskað er afstöðu Reykjaneshafnar sem landeiganda til breytingar á nýtingarhlutfalli lóðarinnar Fitjabraut 5 til stækkunar úr 0,38 í 0,43.

Atvinnu- og hafnarráð f.h. Reykjaneshafnar gerir ekki athugasemd við viðkomandi stækkun.

11. Mælaborð atvinnu- og hafnarsviðs (2023050188)

Sviðsstjóri fór yfir mælaborð atvinnu- og hafnarsviðs.

12. Upplýsingagjöf sviðsstjóra (2023020513)

Sviðsstjóri fór yfir stöðu ýmissa mála er varða starfsemi sviðsins.


Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 18:00. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 3. október 2023.