280. fundur

23.11.2023 16:00

280. fundur atvinnu- og hafnarráðs Reykjanesbæjar var haldinn á skrifstofu Reykjaneshafnar að Víkurbraut 11 þann 23. nóvember 2023, kl. 16:00

Viðstaddir: Hjörtur Magnús Guðbjartsson formaður, Alexander Ragnarsson, Kristján Jóhannsson, Sigurður Guðjónsson og Úlfar Guðmundsson.

Að auki sat fundinn Halldór Karl Hermannsson sviðsstjóri atvinnu- og hafnarsviðs.

1. Fjárhagsáætlun ársins 2024 (2023080020)

Halldór Karl Hermannsson, sviðsstjóri atvinnu- og hafnarsviðs, fór yfir drög að fjárhagsáætlun Reykjaneshafnar fyrir árið 2024 ásamt áætlun til næstu ára þar á eftir. Einnig fór hann yfir þær fjárfestingar sem fara þarf í á komandi árum.

Atvinnu- og hafnarráð samþykkir fyrirliggjandi fjárhagsáætlun ársins 2024 ásamt áætlun vegna áranna 2025-2027.

2. Starfsáætlun ársins 2024 (202310335)

Farið var yfir stöðuna á vinnu við starfsáætlun atvinnu- og hafnarsviðs fyrir árið 2024.

3. Atvinnustefna Reykjanesbæjar (2023020501)

Farið var yfir stöðuna á vinnu við atvinnustefnu Reykjanesbæjar.

4. Samráðsnefnd um þróun hafnarsvæða (2023010392)

Farið var yfir þau mál sem til umfjöllunar eru hjá samráðsnefnd um þróun hafnarsvæða.

5. Njarðvíkurhöfn - dýpkun hafnar (2023080391)

Útboð vegna dýpkunar Njarðvíkurhafnar fer í aulýsingu á útboðsvef Vegagerðarinnar og útboðsvef opinberra innkaupa á morgun, föstudaginn 24. nóvember. Tilboðum skal skila inn í síðasta lagi fyrir kl. 14:00 þriðjudaginn 9. janúar 2024.

Atvinnu- og hafnarráð lýsir yfir ánægju sinni með að fyrsti áfangi framkvæmdanna í Njarðvíkurhöfn sé að hefjast og telur að nú sé rétt að huga að næstu skrefum í þeirri uppbyggingu sem framundan er í Njarðvíkurhöfn. Þær framkvæmdir kalla m.a. á nýja aðkomu að hafnarsvæðinu sem og breytingu á legu yfirfallslagnar hreinsistöðvarinnar að Fitjum. Atvinnu- og hafnarráð felur sviðsstjóra að óska eftir fundi með fulltrúum umhverfis- og framkvæmdasviðs Reykjanesbæjar til að fara yfir þessi mál.

Fylgigögn:

Njarðvíkurhöfn - útboðsteikningar

6 Hafnasamband Íslands (2023010394)

Fundargerðir 457. fundar og 458. fundar Hafnasambands Íslands frá 19.10.23 annars vegar og 17.11.23 hins vegar lagðar fram.

Fylgigögn:

Fundargerð 457. fundar Hafnasambands Íslands

Fundargerð 458. fundar Hafnasambands Íslands

7. Breyting á reglugerð um útnefningu skipaafdrepa (2023110226)

Bréf innviðaráðuneytisins dags. 10.11.23 þar sem tilkynnt er um breytingu á reglugerð nr. 614/2014. Í breytingunni felst að Helguvíkurhöfn er ekki lengur útnefnd skipaafdrep innan hafnar.

Atvinnu- og hafnarráð lýsir ánægju sinni með viðkomandi breytingu sem hún telur löngu tímabæra.

8. Mælaborð atvinnu- og hafnarsviðs (2023050188)

Sviðsstjóri fór yfir mælaborð atvinnu- og hafnarsviðs.

9. Upplýsingagjöf sviðsstjóra (2023020513)

Sviðsstjóri fór yfir stöðu ýmissa mála er varða starfsemi sviðsins.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 17:30. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 5. desember 2023.