281. fundur

14.12.2023 16:00

281. fundur atvinnu- og hafnarráðs Reykjanesbæjar var haldinn á skrifstofu Reykjaneshafnar að Víkurbraut 11 þann 14. desember 2023 kl. 16:00

Viðstaddir: Hjörtur Magnús Guðbjartsson formaður, Alexander Ragnarsson, Kristján Jóhannsson og Sigurður Guðjónsson.

Að auki sat fundinn Halldór Karl Hermannsson sviðsstjóri atvinnu- og hafnarsviðs og fulltrúi ungmennaráðs Reykjanesbæjar, Mikael Máni Hjaltason ásamt Ólafi Berg Ólafssyni umsjónarmanni ungmennaráðs.

Úlfar Guðmundsson boðaði forföll.

Áður en gengið var til dagskrár bauð Hjörtur Magnús Guðbjartsson formaður Mikael Mána Hjaltason nýkjörinn fulltrúa ungmennaráðs í atvinnu- og hafnarráði velkominn til starfa.

1. Fjármál Reykjaneshafnar (2023120147)

Reykjaneshöfn er með yfirdráttarheimild hjá viðskiptabanka hafnarinnar upp á 20 milljónir króna sem rennur út þann 4. janúar n.k.

Atvinnu- og hafnarráð samþykkir að óska eftir því við viðskiptabanka hafnarinnar að núverandi yfirdráttarheimild verði framlengd til 4. janúar 2025.

2. Starfsáætlun ársins 2024 (2023110335)

Farið var yfir starfsáætlun atvinnu- og hafnarsviðs fyrir árið 2024.

Atvinnu- og hafnarráð samþykkir fyrirliggjandi starfsáætlun.

3. Gjaldskrá Reykjaneshafnar 2024 (2023120148)

Farið var yfir drög að gjaldskrá Reykjaneshafnar vegna ársins 2024. Breytingar frá núverandi gjaldskrá byggjast á þróun á einstökum vísitölum og kostnaðarhækkunum.

Atvinnu- og hafnarráð samþykkir fyrirliggjandi drög að gjaldskrá Reykjaneshafnar vegna ársins 2024 og að gjaldskráin taki gildi 01.01.2024.

4. Atvinnustefna Reykjanesbæjar (2023020501)

Farið var yfir stöðuna á vinnu við atvinnustefnu Reykjanesbæjar.

5. Fiskistofa – sérstakt strandveiðigjald (2023120150)

Bréf Fiskistofu dags. 24.11.23 þar sem tilkynnt er hver hlutur Reykjaneshafnar er í sérstöku strandveiðigjaldi sem innheimt er af strandveiðibátum ár hvert.

Atvinnu- og hafnarráð fagnar því að þessi tekjustofn hefur margfaldast milli ára sem gefur von um betri tíð í framtíðinni.

Fylgigögn:

Sérstakt strandveiðigjald til hafna - bréf frá Fiskistofu

6. Skemmtiferðaskip (2023050186)

Lögð fram greinargerð Cruise Iceland venga vinnu starfshópa að aðgerðum í aðgerðaáætlun ferðamálastefnu 2030. Einnig var lögð fram niðurstaða könnunar Faxaflóahafna meðal farþega skemmtiferðaskipa sumarið 2023.

Fylgigögn:

Greinargerð Cruise Iceland vegna aðgerðaáætlunar ferðamálastefnu 2030
Könnun meðal farþega skemmtiferðaskipa - Reykjavík sumar 2023

7. Grófin – forkynning (2021090502)

Gunnar Kr. Ottósson skipulagsfulltrúi mætti á fundinn undir þessum dagskrárlið. Fór hann yfir forkynningu sem Reykjanes Investment ehf. hefur unnið vegna fyrirhugaðrar uppbyggingar þeirra við Grófina.

Atvinnu- og hafnarráð þakkar Gunnari fyrir hans yfirferð en bendir jafnframt á að ósamræmi er í þeim gögnum sem lögð hafa verið fram og snúa að hafnaraðstöðunni í Gróf. Atvinnu- og hafnarráð samþykkir ekki að viðkomandi uppbygging nái inn á hafnarsvæðið í smábátahöfninni í Gróf ef hún skerðir viðleguhæfi hafnarinnar eða þjónustugetu hennar. Atvinnu- og hafnarráð óskar því eftir að frekari gögn verði lögð fram sem sýna fram á að svo sé ekki áður en ráðið tekur afstöðu til viðkomandi hugmynda um uppbyggingu á svæðinu.

8. Mælaborð atvinnu- og hafnarsviðs (2023050188)

Sviðsstjóri fór yfir mælaborð atvinnu- og hafnarsviðs.

9. Upplýsingagjöf sviðsstjóra (2023020513)

Sviðsstjóri fór yfir stöðu ýmissa mála er varða starfsemi sviðsins.


Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 17:30. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 9. janúar 2024.