- Þjónusta
- Velferð og stuðningur
- Menntun og fræðsla
- Skipulags-, bygginga- og umhverfismál
- Íþróttir og tómstundir
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- Mitt Reykjanes
Viðstaddir: Hjörtur Magnús Guðbjartsson formaður, Alexander Ragnarsson, Kristján Jóhannsson, Sigurður Guðjónsson og Jón Már Sverrisson.
Að auki sat fundinn Halldór Karl Hermannsson, sviðsstjóri atvinnu- og hafnarsviðs.
Lagður fram tölvupóstur frá Reykjanesbæ, dags. 13. maí 2024, þar sem fram kemur að á fundi bæjarstjórnar þann 7. maí hafi verið samþykktar eftirfarandi breytingar á fulltrúum í atvinnu- og hafnarráði:
Úlfar Guðmundsson (U) fer út sem aðalmaður í atvinnu- og hafnarráði, Jón Már Sverrisson (U) tekur sæti hans.
Jón Már Sverrisson (U) fer út sem varamaður í atvinnu- og hafnarráði, Gunnar Felix Rúnarsson (U) tekur sæti hans.
Bergný Jóna Sævarsdóttir sjálfbærnistjóri og Elín Ragnheiður Guðnadóttir yfirverkefnastjóri frá Kadeco mættu á fundinn og kynntu verkefnið.
Lögð fram verkfundargerð nr. 2, dags. 14. maí 2024, vegna verksins Njarðvíkurhöfn Suðursvæði, dýpkun hafnar 2024.
Fylgigögn:
Njarðvíkuhöfn , Suðursvæði - dýpkunarsvæði - yfirlitsmynd
Halldór K. Hermannsson, sviðsstjóri atvinnu- og hafnarsviðs, fór yfir stöðu mála varðandi fyrirhugaðar framkvæmdir á suðurbakka Helguvíkurhafnar.
Lögð fram tillaga að breytingu í aðalskipulagi Reykjanesbæjar á afmörkun hafnarsvæðis í Helguvík.
Atvinnu- og hafnarráð samþykkir viðkomandi breytingu á afmörkun hafnarsvæðisins í Helguvík.
Fylgigögn:
Afmörkun hafnarsvæðis í Helguvík - tillaga að breytingu á aðalskipulagi
Lögð fram tillaga að deiliskipulagsbreytingu í Grófinni, en viðkomandi breyting er m.a. á athafnasvæði Reykjaneshafnar við smábátahöfnina í Grófinni.
Atvinnu- og hafnarráð gerir ekki athugasemd við viðkomandi deiliskipulagsbreytingu. Atvinnu- og hafnarráð vill minna á að til þess að fyrirhuguð uppbygging á grundvelli þessarar breytingar gangi eftir þarf að uppfylla samkomulag hafnarinnar við Reykjanesbæ frá 1. desember 2022 um lóðina Grófina 2A.
Lögð fram drög að samkomulagi við Solstice Materials ehf. varðandi aðstöðu og gjaldtöku í tengslum við fyrirhugaða starfsemi þeirra á hafnarsvæði Helguvíkurhafnar.
Atvinnu- og hafnarráð samþykkir fyrirliggjandi drög og felur Halldóri K. Hermannssyni sviðsstjóra að undirrita þau.
Drög að atvinnustefnu Reykjanesbæjar 2024-2034 eru í umsagnarferli hjá ráðum Reykjanesbæjar en óskað var eftir því að viðkomandi skiluðu sínum umsögnum fyrir 1. maí sl.
Atvinnu- og hafnarráð þakkar þeim sem þegar hafa skilað umsögnum en ekki hafa borist umsagnir frá öllum ráðum. Atvinnu- og hafnarráð ítrekar ósk sína um umsögn við þá aðila sem ekki hafa skilað umsögn og felur Halldóri K. Hermannssyni sviðsstjóra að koma þeim óskum á framfæri.
Lögð fram drög að skapalóni fyrir lóðarleigusamninga Reykjaneshafnar.
Atvinnu- og hafnarráð felur Halldóri K. Hermannssyni sviðsstjóra að vinna málið áfram á grundvelli þeirrar umræðu sem fram fór á fundinum.
Dagana 11.-12. september nk. fer ráðstefnan Seatrade Cruise Med fram í Málaga á Spáni þar sem skipafélög skemmtiferðaskipa og hagaðilar koma saman til skrafs og ráðagerða. Cruise Iceland verður með sölubás á ráðstefnunni.
Atvinnu- og hafnarráð samþykkir að fulltrúi Reykjaneshafnar sæki ráðstefnuna og taki þátt í sölubás Cruise Iceland til kynningar á Reykjaneshöfn sem þjónustuhöfn við smærri skemmtiferðaskip.
Bréf frá Ferðamálastofu, dags. 8. maí 2024, þar sem umsókn Reykjaneshafnar um styrk úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða til uppbyggingar útsýnispalls á Hafnahöfn er synjað.
Fylgigögn:
Synjun umsóknar um styrk úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða
Ársreikningur Hafnasambands Íslands vegna rekstrarársins 2023 lagður fram.
Atvinnu- og hafnarráð gerir ekki athugasemd við ársreikninginn.
Fundargerð 13. fundar samráðsnefndar um þróun hafnarsvæða frá 2. maí 2024 lögð fram.
Atvinnu- og hafnarráð samþykkir að óska eftir samstarfi við umhverfis- og framkvæmdasvið Reykanesbæjar varðandi mótun þróunaráætlunar á svæðinu í kringum Njarðvíkurhöfn.
Aðalfundur SAR – samtaka atvinnurekenda á Reykjanesi fór fram 17. maí sl. Halldór K. Hermannsson sviðsstjóri sótti fundinn og fór yfir það helsta sem þar kom fram.
Fylgigögn:
Aðalfundur Samtaka atvinnurekenda á Reykjanesi 17. maí 2024 - dagskrá og samantekt
Samtök atvinnurekenda á Reykjanesi - tillaga að stjórn starfsárið 2024-2025
Halldór K. Hermannsson, sviðsstjóri atvinnu- og hafnarsviðs, fór yfir mælaborð sviðsins.
Halldór K. Hermannsson, sviðsstjóri atvinnu- og hafnarsviðs, fór yfir stöðu ýmissa mála er varða starfsemi sviðsins.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 18:35. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 4. júní 2024.