288. fundur

22.08.2024 00:00

288. fundur atvinnu- og hafnarráðs Reykjanesbæjar var haldinn á skrifstofu Reykjaneshafnar að Víkurbraut 11 þann 22. ágúst 2024, kl. 16:00

Viðstaddir: Hjörtur Magnús Guðbjartsson formaður, Alexander Ragnarsson, Kristján Jóhannsson, Sigurður Guðjónsson og Jón Már Sverrisson.

Að auki sat fundinn Halldór Karl Hermannsson, sviðsstjóri atvinnu- og hafnarsviðs.

1. Fjármál Reykjaneshafnar (2024080299)

Farið yfir óendurskoðað sex mánaða rekstraruppgjör Reykjaneshafnar.

2. Fjárhagsáætlun 2025 (2024050440)

Farið yfir stöðu á vinnslu fjárhagsáætlunar atvinnu- og hafnarsviðs fyrir árið 2025.

3. Njarðvíkurhöfn – dýpkun hafnar (2023080391)

Verkfundargerðir nr. 5, nr. 6 og nr. 7, dags. 3. júlí, 10. júlí og 20. ágúst 2024, vegna verksins „Njarðvíkurhöfn Suðursvæði, dýpkun hafnar 2024“ lagðar fram.

Fylgigögn:

Botn

Dýpi

4. Reykjaneshöfn - uppsáturssvæði (2021090502)

Nýtt deiliskipulag upp af smábátahöfninni í Gróf gerir ráð fyrir að uppsáturssvæði Reykjaneshafnar færist á nýjan stað. Lagt fram bréf frá Reykjanesbæ, dags. 15. júlí 2024,
þar sem fram kemur að samþykkt er breyting á deiliskipulagi iðnaðarsvæðisins í Helguvík í tengslum við þessa breytingu.

Fylgigögn:

Bókun umhverfis- og skipulagsráðs frá fundi 9. júlí 2024

Tillaga að nýrri lóð við Hólmbergsbraut

5. Skemmtiferðaskip (2024010266)

Lagt fram minnisblað frá Reykjaneshöfn og Markaðsstofu Reykjaness vegna komu skemmtiferðaskipsins ms. Azamara Quest til Reykjaneshafnar þann 29. júní sl.

Fylgigögn:

Fréttabréf frá Cruise Iceland

6. Atvinnustefna Reykjanesbæjar (2023020501)

Lagt fram yfirlit yfir athugasemdir og ábendingar sem borist hafa frá umsagnaraðilum um drög að atvinnustefnu Reykjanesbæjar. Farið yfir næstu skref vegna áframhaldandi vinnu við drögin.

7. Fundargerð stjórnar Hafnasambands Íslands 15. ágúst 2024 (2024020132)

Fundargerð 464. fundar Hafnasambands Íslands frá 15.08.24.

Fylgigögn:

Fundargerð 464. fundar Hafnasambands Íslands

8. Hafnasambandsþing 2024 (2024020130)

Hafnasambandsþing 2024 verður haldið á Akureyri dagana 24. og 25. október nk. og munu fulltrúar Reykjaneshafnar sækja þingið.

Atvinnu- og hafnarráð samþykkir að bjóða fram á komandi Hafnasambandsþingi að halda næsta Hafnasambandsþing sem verður 2026 og leita samstarfs við aðrar hafnir á Suðurnesjum um framkvæmdina.

9. Mælaborð atvinnu- og hafnarsviðs (2024010270)

Halldór K. Hermannsson, sviðsstjóri atvinnu- og hafnarsviðs, fór yfir mælaborð sviðsins.

10. Upplýsingagjöf sviðsstjóra (2024010271)

Halldór K. Hermannsson, sviðsstjóri atvinnu- og hafnarsviðs, fór yfir stöðu ýmissa mála er varða starfsemi sviðsins.


Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 18:15. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 3. september 2024.