- Þjónusta
- Velferð og stuðningur
- Menntun og fræðsla
- Skipulags-, bygginga- og umhverfismál
- Íþróttir og tómstundir
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- Mitt Reykjanes
Viðstaddir: Hjörtur Magnús Guðbjartsson formaður, Alexander Ragnarsson, Kristján Jóhannsson, Sigurður Guðjónsson og Jón Már Sverrisson.
Að auki sat fundinn Halldór Karl Hermannsson, sviðsstjóri atvinnu- og hafnarsviðs.
Farið yfir stöðu á vinnslu fjárhagsáætlunar atvinnu- og hafnarsviðs fyrir árið 2025.
Farið yfir stöðuna á framkvæmdum við Njarðvíkurhöfn.
Farið yfir stöðuna varðandi fyrirhugaðar framkvæmdir á Suðurbakka Helguvíkurhafnar.
Farið yfir ýmsar hugmyndir varðandi markaðssetningu á Keflavíkurhöfn sem þjónustuhöfn smærri skemmtiferðaskipa.
Farið var yfir stöðuna í vinnslu á atvinnustefnu Reykjanesbæjar.
Dagskrá Hafnasambandsþings 2024 sem fram fer á Akureyri 24. og 25. október nk. lögð fram.
Fylgigögn:
Hafnasambandsþing 24.-25. október 2024 - dagskrá
Farið yfir stöðuna í verkefninu HB 64 – grænn vistiðngarður.
Bæjarráð óskar eftir umsögn um drög að mannréttindastefnu Reykjanesbæjar.
Atvinnu- og hafnarráð lýsir ánægju sinni með viðkomandi drög og telur þau skilgreina vel þá áhersluþætti sem gæta þarf að til að tryggja jafna aðstöðu allra íbúa Reykjanesbæjar í bæjarfélaginu. Stefnan byggir m.a. á alþjóðlegum sáttmálum, s.s. Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna og Samningi um réttindi fatlaðs fólks.
Umhverfis- og skipulagsráð Reykjanesbæjar óskar eftir umsögn um drög að stefnu um starfsmannaíbúðir á Suðurnesjum, sem er samstarfsverkefni Reykjanesbæjar og Suðurnesjabæjar.
Atvinnu- og hafnarráð fór yfir drög að Stefnu um starfsmannaíbúðir á Suðurnesjum og telur að framsetning stefnunnar veki upp ýmsar spurningar varðandi tilgang hennar. Atvinnu- og hafnarráð óskar eftir nánari kynningu á stefnunni frá umhverfis- og skipulagsráði áður en ráðið gefur umsögn um drögin, enda hefur samþykkt hennar áhrif á aðstöðu atvinnulífsins á svæðinu. Atvinnu- og hafnarráð felur sviðsstjóra að fylgja málinu eftir.
Halldór K. Hermannsson, sviðsstjóri atvinnu- og hafnarsviðs, fór yfir mælaborð sviðsins.
Halldór K. Hermannsson, sviðsstjóri atvinnu- og hafnarsviðs, fór yfir stöðu ýmissa mála er varða starfsemi sviðsins.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 18:15. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 5. nóvember 2024.