- Þjónusta
- Velferð og stuðningur
- Menntun og fræðsla
- Skipulags-, bygginga- og umhverfismál
- Íþróttir og tómstundir
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- Mitt Reykjanes
Viðstaddir: Hjörtur Magnús Guðbjartsson formaður, Alexander Ragnarsson, Kristján Jóhannsson, Sigurður Guðjónsson og Jón Már Sverrisson.
Að auki sat fundinn Halldór Karl Hermannsson, sviðsstjóri atvinnu- og hafnarsviðs.
Halldór Karl Hermannsson, sviðsstjóri atvinnu- og hafnarsviðs, fór yfir drög að fjárhagsáætlun Reykjaneshafnar fyrir árið 2025 ásamt áætlun til næstu ára þar á eftir. Einnig fór hann yfir þær fjárfestingar sem fara þarf í á komandi árum.
Atvinnu- og hafnarráð samþykkir fyrirliggjandi fjárhagsáætlun ársins 2025 ásamt áætlun vegna áranna 2026-2028.
Farið yfir stöðuna á framkvæmdum við Njarðvíkurhöfn.
Farið yfir stöðuna varðandi fyrirhugaðar framkvæmdir á suðurbakka Helguvíkurhafnar.
Halldór Karl Hermannsson, sviðsstjóri atvinnu- og hafnarsviðs, fór yfir drög að samningi við Olíudreifingu hf. varðandi fyrirkomulag gjaldtöku á hafnargjöldum skipa á þeirra vegum sem leggja að olíubryggjunni í Helguvíkurhöfn.
Atvinnu- og hafnarráð samþykkir fyrirliggjandi drög og felur Halldóri K. Hermannssyni sviðsstjóra atvinnu- og hafnarsviðs að undirrita þau.
Fundargerð 466. fundar stjórnar Hafnasambands Íslands frá 23. október sl. lögð fram.
Fylgigögn:
Fundargerð stjórnar Hafnasambands Íslands 23. október 2024
Farið yfir þau erindi og samþykktir sem fjallað var um á þingi Hafnasambands Íslands á Akureyri dagana 24. og 25. október sl.
Atvinnu- og hafnarráð lýsir yfir ánægju sinni með að boð Reykjaneshafnar í samstarfi við aðrar hafnir á Suðurnesjum um að halda Hafnasambandsþing 2026 hafi verið samþykkt á þinginu.
Fylgigögn:
Dagskrá Hafnasambandsþings 2024
Fundargerð 16. fundar samráðsnefndar um þróun hafnarsvæða frá 21. október sl. lögð fram, en á þeim fundi var sérstaklega farið yfir vegtengingar athafnasvæðisins upp af Njarðvíkurhöfn við Reykjaneshöfn.
Atvinnu- og hafnarráð ítrekar að vegtenging milli athafnasvæða Reykjanesbæjar, eins og við Njarðvíkurhöfn, og Reykjanesbrautar þurfa að vera með þeim hætti að flæði umferðar þar á milli sé sem auðveldast.
Lögð fram drög að áætlun Reykjaneshafnar um móttöku úrgangs og farmleifa, en viðkomandi áætlun var unnin í samstarfi við sjálfbærniráð Reykjanesbæjar.
Atvinnu- og hafnarráð samþykkir fyrirliggjandi drög og þakkar jafnframt sjálfbærniráði Reykjanesbæjar fyrir þeirra aðkomu að vinnslu áætlunarinnar.
Fylgigögn:
Áætlun um móttöku úrgangs og farmleifa
Á fundinn mættu Ásgeir Margeirsson frá Í toppformi ehf., Elías Kristjánsson lögmaður Reykjaneshafnar og Guðlaugur H. Sigurjónsson, sviðsstjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs Reykjanesbæjar.
Bréf Í toppformi ehf. dags. 11. nóvember 2024 varðandi jarðhitaleit í tengslum við uppbyggingu hótels og baðlóns að Fitjum. Ásgeir Margeirsson fór yfir erindi bréfsins.
Atvinnu- og hafnarráð felur Halldóri K. Hermannssyni sviðsstjóra atvinnu- og hafnarsviðs að vinna málið áfram á grundvelli þeirrar umræðu sem fram fór á fundinum.
Farið yfir stöðuna í verkefninu HB 64 – grænn vistiðngarður.
Umhverfis- og skipulagsráð Reykjanesbæjar óskar eftir umsögn um drög að samþykkt um götu- og torgsölu í Reykjanesbæ.
Atvinnu- og hafnarráð tekur undir þau skilyrði og það ferli sem fram kemur í drögum að ofangreindri samþykkt. Þar kemur fram að tilgangurinn er að auka fjölbreytni og bæjarbrag, tryggja öryggi og skipulag og vernda umhverfið. Atvinnu- og hafnarráð gerir ekki athugasemdir við viðkomandi drög.
Umhverfis- og skipulagsráð Reykjanesbæjar óskar eftir umsögn um drög að samþykkt um skilti í lögsögum Reykjanesbæjar.
Atvinnu- og hafnarráð tekur undir þau markmið sem fram koma í viðkomandi drögum. Lykiliatriði er að skilti hafi ekki neikvæð áhrif á umhverfið eða truflandi áhrif. Lagðar voru fram athugasemdir á fundinum og er Halldóri K. Hermannssyni sviðsstjóra atvinnu- og hafnarsviðs falið að koma þeim á framfæri.
Halldór K. Hermannsson, sviðsstjóri atvinnu- og hafnarsviðs, fór yfir mælaborð sviðsins.
Halldór K. Hermannsson, sviðsstjóri atvinnu- og hafnarsviðs, fór yfir stöðu ýmissa mála er varða starfsemi sviðsins.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 18:45. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 19. nóvember 2024.