- Þjónusta
- Velferð og stuðningur
- Menntun og fræðsla
- Skipulags-, bygginga- og umhverfismál
- Íþróttir og tómstundir
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- Mitt Reykjanes
Viðstaddir: Hjörtur Magnús Guðbjartsson formaður, Alexander Ragnarsson, Halldór Rósmundur Guðjónsson, Sigurður Guðjónsson og Jón Már Sverrisson.
Að auki sat fundinn Halldór Karl Hermannsson, sviðsstjóri atvinnu- og hafnarsviðs.
Kristján Jóhannsson boðaði forföll og sat Halldór Rósmundur Guðjónsson fundinn í stað hans.
Reykjaneshöfn er með yfirdráttarheimild hjá viðskiptabanka hafnarinnar upp á 20 milljónir króna sem rennur út þann 31. desember nk.
Atvinnu- og hafnarráð samþykkir að óska eftir því við viðskiptabanka hafnarinnar að núverandi yfirdráttarheimild verði framlengd til 31. desember 2025.
Farið var yfir drög að gjaldskrá Reykjaneshafnar vegna ársins 2025. Breytingar frá núverandi gjaldskrá byggjast á þróun á einstökum vísitölum og kostnaðarhækkunum.
Atvinnu- og hafnarráð samþykkir fyrirliggjandi drög að gjaldskrá Reykjaneshafnar vegna ársins 2025 og að gjaldskráin taki gildi 1. janúar 2025.
Fylgigögn:
Farið var yfir drög að starfsáætlun atvinnu- og hafnarsviðs fyrir árið 2025.
Fundargerð 467. fundar stjórnar Hafnasambands Íslands frá 11. nóvember sl. lögð fram.
Fylgigögn:
Fundargerð 467. fundar stjórnar Hafnasambands Íslands
Hjörtur M. Guðbjartsson og Sigurður Guðjónsson fóru yfir það sem fram kom á fundi sem þeir sátu sem fulltrúar í samráðsnefnd um þróun hafnarsvæða með umhverfis- og skipulagsráði, þar sem farið var yfir vegtengingar við Njarðvíkurhöfn og tengingu athafnasvæðisins þar við Reykjanesbraut.
Afstaða atvinnu- og hafnarráðs er skýr varðandi það að allar núverandi vegtengingar við Reykjanesbrautina inn í Reykjanesbæ verði áfram til staðar til að standa vörð um þarfir bæði hafna og atvinnulífs. Mikilvægt er að afstaða Reykjanesbæjar sé skýr í þessu máli.
Á fundinn mætti Elías Kristjánsson lögmaður Reykjaneshafnar.
Farið var yfir erindi frá Í toppformi ehf. um heimild til jarðhitaleitar í tengslum við uppbyggingu hótels og baðlóns á Fitjum og þau álitaefni sem því tengjast.
Atvinnu- og hafnarráð felur Halldóri K. Hermannssyni sviðsstjóra atvinnu- og hafnarsviðs að vinna málið áfram á grundvelli þeirrar umræðu sem fram fór á fundinum.
Farið yfir stöðuna í verkefninu HB 64 – grænn vistiðngarður. Opinn kynningarfundur var haldinn í samkomuhúsinu í Sandgerði um verkefnið þann 5. desember sl. þar sem hátt í þrjátíu manns mættu.
Atvinnu- og hafnarráð vill beina því til verkefnahópsins HB 64 að annar kynningarfundur verði haldinn fljótlega á nýju ári í Reykjanesbæ um þetta málefni.
Ný hafnarreglugerð fyrir Reykjaneshöfn nr. 1430/2024 lögð fram en með henni fellur úr gildi eldri hafnarreglugerð fyrir Reykjaneshöfn nr. 982/2005.
Fylgigögn:
Samantektir frá Cruise Iceland um fyrirhugaðar gjaldtökur af skemmtiferðaskipum við Íslandsstrendur lagðar fram. Farið yfir það sem fram kom á fundi Markaðsstofu Reykjaness þann 25. nóvember sl. með hagaðilum á svæðinu um móttöku skemmtiferðaskipa á Reykjanesi.
Farið var yfir stöðuna í vinnslu á atvinnustefnu Reykjanesbæjar.
Fylgigögn:
Frétt um niðurstöðu áTollfrelsi og innviðagjaldi
Skattkerfisbreytingar á Íslandi 25. nóvember 2024
Farið yfir stöðuna varðandi fyrirhugaðar framkvæmdir á Suðurbakka Helguvíkurhafnar.
Halldór K. Hermannsson, sviðsstjóri atvinnu- og hafnarsviðs, fór yfir mælaborð sviðsins.
Halldór K. Hermannsson, sviðsstjóri atvinnu- og hafnarsviðs, fór yfir stöðu ýmissa mála er varða starfsemi sviðsins.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 18:50. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 17. desember 2024.