- Þjónusta
- Velferð og stuðningur
- Menntun og fræðsla
- Skipulags-, bygginga- og umhverfismál
- Íþróttir og tómstundir
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- Mitt Reykjanes
Viðstaddir: Hjörtur Magnús Guðbjartsson formaður, Alexander Ragnarsson, Valgerður Pálsdóttir, Sigurður Guðjónsson og Jón Már Sverrisson.
Að auki sat fundinn Halldór Karl Hermannsson, sviðsstjóri atvinnu- og hafnarsviðs.
Kristján Jóhannsson boðaði forföll og sat Valgerður Pálsdóttir fundinn í hans stað.
Farið var yfir stöðu endurskoðunar á ársreikningi Reykjaneshafnar vegna ársins 2024.
Farið var yfir starfsáætlun atvinnu- og hafnarsviðs fyrir árið 2025.
Atvinnu- og hafnarráð samþykkir fyrirliggjandi starfsáætlun.
Fylgigögn:
Starfsáætlun atvinnu- og hafnarsviðs 2025
Farið var yfir þau mál sem til umfjöllunar eru hjá samráðsnefnd atvinnu- og hafnarráðs og umhverfis- og skipulagsráðs.
Farið yfir stöðuna á framkvæmdum við Njarðvíkurhöfn
Farið yfir stöðuna varðandi fyrirhugaðar framkvæmdir á Suðurbakka Helguvíkurhafnar.
Farið yfir minnisblað Portum verkfræðistofu um nauðsynlegar úrbætur á Norðurbakka Helguvíkurhafnar.
Farið yfir stöðuna í verkefninu HB64 – grænn vistiðngarður.
Lagðar fram hugmyndir Nordic Port Group AB um samstarf við Reykjaneshöfn varðandi markaðssetningu Keflavíkurhafnar fyrir smærri skemmtiferðaskip.
Atvinnu- og hafnarráð tekur jákvætt í þessar hugmyndir og felur Halldóri K. Hermannssyni, sviðsstjóra atvinnu- og hafnarsviðs, að vinna áfram í málinu í samræmi við umræður á fundinum.
Lagt fram minnisblað frá Consello, löggiltum vátryggingarmiðlara, um yfirferð á vátryggingum hafnarinnar vegna ársins 2025, en meðaltalshækkun tryggingar Reykjaneshafnar milli áranna 2024 og 2025 er 5,1%. Samningi Reykjaneshafnar við TM tryggingar hf. varðandi vátryggingar lýkur þann 31. desember nk. og verður farið í útboð á tryggingum hafnarinnar á árinu í samstarfi við Reykjanesbæ.
Bréf Fiskistofu dags. 09.12.24 þar sem tilkynnt er hver hlutur Reykjaneshafnar er í sérstöku strandveiðigjaldi sem innheimt er af strandveiðibátum ár hvert.
Fylgigögn:
Bréf Fiskistofu frá 9. desember 2024
Lögð fram drög að samkomulagi milli Reykjaneshafnar og Aalborg Portland Ísland ehf. varðandi fyrirkomulag á greiðslu vörugjalda á innfluttu sementi um Helguvíkurhöfn árið 2025.
Atvinnu- og hafnarráð samþykkir fyrirliggjandi drög að samkomulagi og felur Halldóri K. Hermannssyni, sviðsstjóra atvinnu- og hafnarsviðs, að undirrita það.
Tölvupóstur dags. 17.01.2025 frá skipulagsfulltrúa Reykjanesbæjar þar sem óskað er eftir umsögn um breytingu á byggingarreit lóðarinnar Stakksbraut 15 við Norðurbakka Helguvíkurhafnar í samræmi við fyrirliggjandi lóðarblað.
Atvinnu- og hafnarráð samþykkir fyrir sitt leyti viðkomandi breytingu á byggingarreit lóðarinnar.
Gunnar K. Ottósson skipulagsfulltrúi Reykjanesbæjar mætti á fundinn undir þessum dagskrálið.
Umhverfis- og skipulagsráð Reykjanesbæjar hefur óskað eftir umsögn um drög að stefnu um starfsmannaíbúðir á Suðurnesjum, sem er samstarfsverkefni Reykjanesbæjar og Suðurnesjabæjar. Fór Gunnar yfir helstu þætti sem felast í stefnunni og þær forsendur sem eru til grundvallar í gerð hennar.
Atvinnu- og hafnarráð þakkar fyrir framkomnar upplýsingar og stefnir að umsögn um stefnuna á næsta fundi ráðsins.
Fundargerð 468. fundar stjórnar Hafnasambands Íslands frá 6. desember sl. lögð fram.
Fylgigögn:
Fundargerð stjórnar Hafnasambands Íslands 6. desember 2024
Fréttabréf Cruise Iceland frá desember 2024 lagt fram.
Fylgigögn:
Fréttabréf Cuise Iceland - desember 2024
Halldór K. Hermannsson, sviðsstjóri atvinnu- og hafnarsviðs, fór yfir mælaborð sviðsins.
Halldór K. Hermannsson, sviðsstjóri atvinnu- og hafnarsviðs, fór yfir stöðu ýmissa mála er varða starfsemi sviðsins.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 18:28.Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 4. febrúar 2025.