- Þjónusta
- Velferð og stuðningur
- Menntun og fræðsla
- Skipulags-, bygginga- og umhverfismál
- Íþróttir og tómstundir
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- Mitt Reykjanes
Viðstaddir: Hjörtur Magnús Guðbjartsson formaður, Alexander Ragnarsson, Valgerður Björk Pálsdóttir, Sigurður Guðjónsson og Jón Már Sverrisson.
Að auki sat fundinn Halldór Karl Hermannsson, sviðsstjóri atvinnu- og hafnarsviðs.
Kristján Jóhannsson boðaði forföll. Valgerður Björk Pálsdóttir sat fyrir hann.
Farið var yfir stöðu endurskoðunar á ársreikningi Reykjaneshafnar vegna ársins 2024.
Farið yfir fyrstu drög að ársskýrslu atvinnu- og hafnarsviðs vegna ársins 2024.
Verkfundargerð nr. 12 frá 12. mars 2025 lögð fram.
Farið yfir ýmsa þætti í tengslum við uppbyggingu á Suðurbakka Helguvíkurhafnar.
Farið yfir stöðuna í verkefninu K64 - Hringrásariðngarður.
Farið var yfir þau mál sem til umfjöllunar eru hjá samráðsnefnd atvinnu- og hafnarráðs og umhverfis- og skipulagsráðs.
Halldór K. Hermannsson sviðsstjóri atvinnu- og hafnarsviðs kynnti drög að samkomulagi við Nordic Port Group AB um aðstoð þeirra við markaðssetningu á Keflavíkurhöfn sem áfangastað fyrir smærri skemmtiferðaskip.
Atvinnu- og hafnarráð samþykkir fyrirliggjandi drög og felur Halldóri K. Hermannssyni, sviðsstjóra atvinnu- og hafnarsviðs að undirrita þau fyrir hönd Reykjaneshafnar.
Hafnahöfn hefur ekki verið í notkun í áratugi og með nýrri hafnarreglugerð Reykjaneshafnar nr. 1430/2024 var hún formlega lögð af sem höfn. Í áhlaupsveðri helgina 1.-2. mars sl. urðu hafnarmannvirkin fyrir miklum skemmdum sem gera hafnarsvæðið hættulegt yfirferðar. Farið var yfir tillögur á fundinum um aðgerðir sem hefta almennt aðgengi að hafnarsvæðinu til að tryggja þar öryggi og varna slysum.
Atvinnu- og hafnarráð felur Halldóri K. Hermannssyni sviðsstjóra atvinnu- og hafnarsviðs að fylgja málinu eftir í samræmi við umræður á fundinum.
Fylgigögn:
Óveður í Höfnum 2. mars 2025 - myndir
Árið 2017 hafði Reykjanesbær forgöngu um atvinnumálakönnun á Suðurnesjum þar sem leitast var við að ná fram stöðu íbúa á vinnumarkaði eftir sveitarfélögum. Lagt var fram tilboð frá Maskínu um samskonar könnun sem fram færi nú á vormánuðum.
Atvinnu- og hafnarráð samþykkir að láta fara fram viðkomandi atvinnumálakönnun á grundvelli tilboðsins. Ráðið felur Halldóri K. Hermannssyni sviðsstjóra atvinnu- og hafnarsviðs að fylgja málinu eftir og jafnframt að leita eftir samstarfi við önnur sveitarfélög á Suðunesjum varðandi framkvæmd hennar.
Fylgigögn:
Atvinnumálakönnun Reykjanesbæjar 2017
Umhverfis- og skipulagsráð Reykjanesbæjar hefur óskað eftir umsögn um drög að stefnu um starfsmannaíbúðir á Suðurnesjum, sem er samstarfsverkefni Reykjanesbæjar og Suðurnesjabæjar. Gunnar K. Ottósson skipulagsfulltrúi Reykanesbæjar mætti á fund ráðsins 23. janúar sl. og fór yfir helstu þætti sem felast í stefnunni og þær forsendur sem eru til grundvallar í gerð hennar.
Atvinnu- og hafnarráð leggst gegn samþykkt á viðkomandi drögum eins og þau eru í dag þar sem þau eru íþyngjandi gagnvart uppsetningu verkefnatengdra starfsmannaíbúða. Þær forsendur sem lagðar eru til grundvallar stefnunni miða fyrst og fremst við varanlegt húsnæði en verkefnatengdar starfsmannaíbúðir eru háðar ákveðnum notkunartíma og síðan eru þær fjarlægðar. Verði svigrúm til uppsetningar á slíkri aðstöðu takmarkað um of innan sveitarfélagsins getur það hamlað atvinnuuppbyggingu á komandi árum.
Halldór K. Hermannsson, sviðsstjóri atvinnu- og hafnarsviðs, fór yfir stöðu ýmissa mála er varða starfsemi sviðsins.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 17:50. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 1. apríl 2025.