296. fundur

10.04.2025 16:00

296. fundur atvinnu- og hafnarráðs Reykjanesbæjar var haldinn á skrifstofu Reykjaneshafnar að Víkurbraut 11 þann 10. apríl 2025, kl. 16:00

Viðstaddir: Hjörtur Magnús Guðbjartsson formaður, Alexander Ragnarsson, Kristján Jóhannsson, Sigurður Guðjónsson og Jón Már Sverrisson.

Að auki sat fundinn Halldór Karl Hermannsson, sviðsstjóri atvinnu- og hafnarsviðs.

1. Ársreikningur Reykjaneshafnar 2024 (2025010261)

Á fundinn mætti Jón H. Sigurðsson endurskoðandi frá PricewaterhouseCoopers ehf., endurskoðunarfyrirtæki Reykjaneshafnar og Þorgeir Sæmundsson deildarstjóri reikningshalds hjá Reykjanesbæ. Ársreikningur Reykjaneshafnar vegna starfsársins 2024 var lagður fram ásamt endurskoðunarskýrslu endurskoðenda. Helstu niðurstöður rekstrarreiknings eru eftirfarandi:

Rekstrartekjur.......................................... kr. 391.388.509.-
Rekstrargjöld........................................... kr. 209.704.854.-
Hagnaður fyrir afskriftir og vexti............. kr. 181.683.655.-
Afskriftir mannvirkja og annarra eigna.... kr. -42.083.300.-
Fjármagnsliðir.......................................... kr. -55.827.719.-
Rekstrarhagnaður ársins.......................... kr. 83.772.636.-

Atvinnu- og hafnarráð samþykkir ársreikning Reykjaneshafnar og vísar honum til samþykktar á fundi bæjarstjórnar Reykjanesbæjar

2. Ársskýrsla atvinnu- og hafnarsviðs 2024 (2025030239)

Ársskýrsla atvinnu- og hafnarsviðs vegna ársins 2024 lögð fram.

3. Njarðvíkurhöfn – dýpkun hafnar (2023080391)

Verkfundargerð nr. 13 frá 2. apríl 2025 lögð fram.

4. Helguvíkurhöfn – Suðurbakki (2024040273)

Farið yfir ýmsa þætti í tengslum við uppbyggingu á Suðurbakka Helguvíkurhafnar.

5. K64 - Hringrásariðngarður (2023100396)

Farið yfir stöðuna í verkefninu K64 - Hringrásariðngarður.

6. Samráðsnefnd atvinnu- og hafnarráðs og umhverfis- og skipulagsráðs (2025010264)

Farið yfir hugmyndir er varða endurskoðun á deiliskipulagi upp af Helguvíkurhöfn. Einnig farið yfir hugmyndir með breytt skipulag við Njarðvíkurhöfn, þar á meðal með akstursleiðum inn og út af svæðinu um Fitjabraut og Fitjabakka.

Sigurður Guðjónsson leggur fram eftirfarandi bókun: Ég vil gagnrýna þær hugmyndir sem uppi eru hjá umhverfis- og framkvæmdasviði um umferð og umferðarflæði á Njarðarbraut, frá Fitjum að Fitjabakka. Þar eru hugmyndir um að setja þriggja stúta hringtorg á mótum Njarðarbrautar og Fitjabakka samhliða því að setja upp ljósastýrð gatnamót á mótum Njarðarbrautar og Bergáss. Slík framkvæmd er langt í frá til þess fallin að bæta það umferðaröngþveiti sem nú þegar skapast á annatíma á þessari leið heldur mun hún gera hlutina verri. Ég velti því upp hvort búið sé að kynna hjá umhverfis- og skipulagsráði aðrar hugmyndir eins og að setja niður fjögurra stúta hringtorg sunnan við Olís líkt og kemur fram í gildandi skipulagi, sjá meðfylgjandi fylgiskjal.

Atvinnu- og hafnarráð hefur í samtali við skipulagsfulltrúa kynnt sambærilega hugmynd um tengingu Bergáss við Njarðarbraut og við Fitjabakka, sem og tengingu inn á Olís, en slík framkvæmd mun skapa gott aðgengi og umferðarflæði á svæðinu. Sú hugmynd skapar einnig möguleikann á að áfram væri leyft að taka hægri beygju inn og hægri beygju út um núverandi gatnamót Njarðarbrautar og Fitjabakka, en banna þar vinstri beygjur. Ég tel að betur sé farið með fé borgaranna með því að vinna að endanlegri lausn mála heldur en með því að fara í skammtímaúrræði eins og felst í núverandi hugmyndum.

Fylgigögn:

Fylgiskjal

7. Hafnasamband Íslands – fundargerðir stjórnar (2025020388)

Fundargerðir 470. fundar og 471. fundar stjórnar Hafnasambands Íslands lagðar fram.

Fylgigögn:

Fundargerð 470. fundar stjórnar Hafnasambands Íslands

Fundargerð 471. fundar stjórnar Hafnasambands Íslands

8. Atvinnustefna Reykjanesbæjar (2023020501)

Farið yfir stöðuna í vinnu við atvinnustefnu Reykjanesbæjar.

9. Cruise Iceland (2025040125)

Tölvupóstur frá Cruise Iceland dags. 27. mars 2025 þar sem fram kemur að aðalfundur Cruise Iceland verður haldinn á Akureyri þann 30. apríl n.k.

Atvinnu- og hafnarráð felur Halldóri K. Hermannssyni, sviðsstjóra atvinnu- og hafnarsviðs, að sækja fundinn.

10. Fitjabraut 1b – beiðni um umsögn (2025040150)

Tölvupóstur frá skipulagsfulltrúa Reykjanesbæjar dags. 26. mars 2025 þar sem óskað er umsagnar atvinnu- og hafnarráðs varðandi beiðni um stækkun lóðarinnar Fitjabraut 1b, en Reykjaneshöfn er landeigandi.

Samráðsnefnd um þróun hafnarsvæða er með í vinnslu úttekt og endurhönnun á svæðinu vestan og sunnan við starfssvæði Skipasmíðastöðvar Njarðvíkur, en þar er m.a. um að ræða aðkomuleiðir og lóðamörk á Fitjabraut. Atvinnu- og hafnarráð samþykkir ekki fyrir sitt leyti neinar breytingar á lóðarmörkum umfram það sem nú er, meðan á þeirri vinnu stendur.

11. Upplýsingagjöf sviðsstjóra (2025010262)

Halldór K. Hermannsson, sviðsstjóri atvinnu- og hafnarsviðs, fór yfir stöðu ýmissa mála er varða starfsemi sviðsins.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 18:45. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 15. apríl 2025.