297. fundur atvinnu- og hafnarráðs Reykjanesbæjar var haldinn á skrifstofu Reykjaneshafnar að Víkurbraut 11 þann 15. maí 2025 kl. 16:00
Viðstaddir: Hjörtur Magnús Guðbjartsson formaður, Hanna Björg Konráðsdóttir, Kristján Jóhannsson, Sigurður Guðjónsson og Jón Már Sverrisson.
Alexander Ragnarsson boðaði forföll og sat Hanna Björg Konráðsdóttir fyrir hann.
Að auki sat fundinn Halldór Karl Hermannsson, sviðsstjóri atvinnu- og hafnarsviðs.
1. Njarðvíkurhöfn – dýpkun hafnar (2023080391)
Farið var yfir stöðuna í framkvæmdum við dýpkun Njarðvíkurhafnar.
Fyrir ári síðan hóf Reykjaneshöfn framkvæmdir við Njarðvíkurhöfn með því að dýpka á hafnarsvæðinu og í innsiglingu hafnarinnar. Í framhaldinu verður reistur skjólgarður sunnan við núverandi hafnarmannvirki. Á undirbúningstíma þessara framkvæmda var þann 26. maí 2023 undirrituð viljayfirlýsing milli þáverandi dómsmálaráðherra, Landhelgisgæslu Íslands, Reykjanesbæjar og Reykjaneshafnar þess efnis að í tengslum við þessa framkvæmd yrði byggð upp aðstaða fyrir skipastól gæslunnar í Njarðvíkurhöfn, á og við fyrirhugaðan skjólgarð. Nú er dýpkunarframkvæmdum að ljúka og undirbúningur er hafinn að uppbyggingu skjólgarðsins. Ekki hefur náðst að ganga frá endanlegu samkomulagi um uppbyggingu á aðstöðu fyrir skipastól Landhelgisgæslu Íslands við viðkomandi stjórnvöld þrátt fyrir fullan vilja Reykjaneshafnar og Reykjanesbæjar. Með hliðsjón af því samþykkir atvinnu- og hafnarráð að útboð og uppbygging skjólgarðsins miðist við einfaldari útfærslu en stefnt var að í þessum framkvæmdaáfanga. Sú útfærsla mun ekki loka á fyrirhugaða uppbyggingu fyrir skipastól gæslunnar í framtíðinni þegar endanlegt samkomulag um það liggur fyrir.
Fylgigögn:
Njarðvíkuhöfn - dýptarmæling
Njarðvíkurhöfn - dýptarmæling sónar
2. Helguvíkurhöfn – Suðurbakki (2024040273)
Farið yfir ýmsa þætti í tengslum við uppbyggingu á Suðurbakka Helguvíkurhafnar.
3. K64 - Hringrásariðngarður (2023100396)
Farið yfir stöðuna í verkefninu K64 - Hringrásariðngarður.
4. Hafnasamband Íslands – fundargerð stjórnar (2025020388)
Fundargerð 472. fundar stjórnar Hafnasambands Íslands lögð fram.
Fylgigögn:
Fundargerð 472. fundar stjórnar Hafnasambands Íslands 28. apríl 2025
5. Hafnasamband Íslands – ársreikningur 2024 (2025050168)
Ársreikningur Hafnasambands Íslands vegna rekstrarársins 2024 lagður fram.
Atvinnu- og hafnarráð gerir ekki athugasemdir við ársreikninginn.
6. Nordic Port Group AB (2025010292)
Undirritaður samstarfssamningur milli Reykjaneshafnar og Nordic Port Group AB frá 29. maí 2025 lagður fram. Farið var yfir næstu skref í því samstarfi.
7. Cruise Iceland (2025040125)
Farið yfir það sem fram fór á aðalfundi Cruise Iceland sem haldinn var 30. apríl sl.
8. Samgönguáætlun 2026-2030 (2025050170)
Bréf Vegagerðarinnar dags. 6. maí 2024 þar sem fram kemur að opið er fyrir umsóknir vegna hafnargerðar og sjóvarna í samgönguáætlun 2026-2030 til 20. júní nk.
Atvinnu- og hafnarráð felur Halldóri K. Hermannssyni, sviðsstjóra atvinnu- og hafnarsviðs, að leggja fram tillögur að umsóknum á næsta fundi ráðsins í samræmi við þær umræður sem fram fóru á fundinum.
Fylgigögn:
Umsóknir vegna hafnargerðar og sjóvarna á samgönguáætlun 2026-2030 - bréf frá Vegagerðinni
9. Starfsmannamál Reykjanesbæjar – drög til umsagnar (2025050171)
Minnisblað varðandi starfsmannamál Reykjaneshafnar dags. 12. maí 2025 lagt fram.
Atvinnu- og hafnarráð veitir Halldóri K. Hermannssyni, sviðsstjóra atvinnu- og hafnarsviðs, heimild til tímabundinnar ráðningar á starfsmanni hjá Reykjaneshöfn meðan á strandveiðitímabilinu stendur nú í sumar ef hann telur þörf á því, enda fellur sá kostnaður að rekstraráætlun hafnarinnar. Ráðið felur sviðsstjóra einnig að vinna að hugmyndum um framtíðartilhögun á starfsmannahaldi hafnarinnar út frá þeirri aukningu í hafnarstarfsemi sem fyrirsjáanleg er á komandi árum. Viðkomandi hugmyndir verða lagðar fram hjá atvinnu- og hafnarráði á haustdögum til umfjöllunar.
10. Fræðslustefna Reykjanesbæjar – drög til umsagnar (2025030588)
Lögð fram drög að fræðslustefnu Reykjanesbæjar en bæjarráð Reykjanesbæjar hefur vísað viðkomandi drögum til umsagnar í ráðum bæjarins.
Atvinnu- og hafnarráð gerir ekki athugasemdir við viðkomandi drög.
11. Mælaborð atvinnu- og hafnarsviðs (2025010263)
Farið yfir mælaborð atvinnu- og hafnarsviðs vegna janúar til mars 2025.
12. Upplýsingagjöf sviðsstjóra (2025010262)
Halldór K. Hermannsson, sviðsstjóri atvinnu- og hafnarsviðs, fór yfir stöðu ýmissa mála er varða starfsemi sviðsins.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 18:27. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 20. maí 2025.