298. fundur atvinnu- og hafnarráðs Reykjanesbæjar var haldinn á skrifstofu Reykjaneshafnar að Víkurbraut 11 þann 12. júní 2025 kl. 16:00
Viðstaddir: Hjörtur Magnús Guðbjartsson formaður, Alexander Ragnarsson, Kristján Jóhannsson, Sigurður Guðjónsson og Jón Már Sverrisson.
Að auki sat fundinn Halldór Karl Hermannsson, sviðsstjóri atvinnu- og hafnarsviðs.
1. Njarðvíkurhöfn – dýpkun hafnar (2023080391)
Farið var yfir stöðuna í framkvæmdum við dýpkun Njarðvíkurhafnar.
Fylgigögn:
Njarðvíkurhöfn - dýpkun
2. Helguvíkurhöfn – Suðurbakki (2024040273)
Farið yfir ýmsa þætti í tengslum við uppbyggingu á Suðurbakka Helguvíkurhafnar. Einnig voru kynnt drög að samstarfssamkomulagi milli utanríkisráðuneytisins, Landhelgisgæslu Íslands, Reykjanesbæjar og Reykjaneshafnar varðandi uppbyggingu á Suðurbakka Helguvíkurhafnar.
Atvinnu- og hafnarráð samþykkir fyrir sitt leyti fyrirliggjandi drög að samstarfssamkomulagi og felur Halldóri K. Hermannssyni sviðsstjóra að fylgja málinu eftir.
3. Helguvíkurhöfn - Olíubryggja (2025060134)
Lagt fram minnisblað frá Portum verkfræðistofu ehf. yfir úttekt á sjósetningarrampi við Olíubryggjuna í Helguvík og tillögur að úrbótum.
Fylgigögn:
Sjósetningarrampur
4. K64 - Hringrásariðngarður (2023100396)
Farið yfir stöðuna í verkefninu K64 - Hringrásariðngarður.
5. Samráðsnefnd atvinnu- og hafnarráðs og umhverfis- og skipulagsráðs (2025010264)
Fundargerð 19. fundar samráðsnefndar atvinnu- og hafnarráðs og umhverfis- og skipulagsráðs frá 4. júní 2025 lögð fram.
6. Skemmtiferðaskip (2025020389)
Farið yfir stöðu mála er varðar markaðssetningu á Keflavíkurhöfn fyrir smærri skemmtiferðaskip, en eitt skip hefur komið í höfn á þessu sumri og tvö eru væntanleg.
Atvinnu- og hafnarráð lýsir ánægju sinni með að samstarf Reykjaneshafnar við Reykjanesbæ og Markaðsstofu Reykjaness er að skila umtalsverðum árangri í að kynna Reykjanesbæ og Suðurnesin sem ákjósanlegan stað til viðkomu og upplifunar.
Fylgigögn:
Samantekt Cruise Iceland
7. Samgönguáætlun 2026-2030 (2025050170)
Bréf Vegagerðarinnar dags. 6. maí 2024 þar sem fram kemur að opið er fyrir umsóknir vegna hafnargerðar og sjóvarna í Samgönguáætlun 2026-2030 til 20. júní nk. Einnig lagður fram tölvupóstur dags. 2. júní sl. þar sem fram kemur að umsóknarfresturinn framlengist til 1. ágúst nk. Halldór K. Hermannsson sviðsstjóri atvinnu- og hafnarsviðs kynnti tillögur til umsóknar frá Reykjaneshöfn.
Atvinnu- og hafnarráð samþykkir viðkomandi tillögur og felur Halldóri K. Hermannssyni sviðsstjóra atvinnu- og hafnarsviðs að koma þeim í umsóknarferli.
Fylgigögn:
Samgönguáætlun 2026-2030 - umsóknir vegna hafnargerðar og sjóvarna - bréf frá Vegagerðinni
8. Starfsmannamál Reykjaneshafnar (2025050171)
Farið var yfir hugmyndir að breyttu vinnufyrirkomulagi hjá Reykjaneshöfn og hvernig best væri að vinna þær hugmyndir áfram. Einnig var farið yfir stöðu verkefnisstjóra hafnarinnar og tillögur henni tengdar.
Atvinnu- og hafnarráð samþykkir að leitað verði ráðgjafar varðandi vinnufyrirkomulag hjá Reykjaneshöfn. Einnig samþykkir ráðið þær breytingar sem lagðar voru fram varðandi málefni verkefnisstjóra hafnarinnar.
9. Atvinnustefna Reykjanesbæjar (2023020501)
Hjörtur M. Guðbjartsson formaður atvinnu- og hafnarráðs fór yfir drög að atvinnustefnu Reykjanesbæjar. Stefnan hefur verið í vinnslu undanfarin tvö ár með hléum og hafa ýmsir lagt þar hönd á plóg. Vinnustofa var haldin á haustdögum 2023 og leitað var umsagnar ráða Reykjanesbæjar og ýmissa hagaðila á vordögum 2024.
Atvinnu- og hafnarráð samþykkir að leggja fram viðkomandi drög sem atvinnustefnu fyrir Reykjanesbæ. Drögin verða send til bæjarstjórnar til afgreiðslu.
10. Tómstundastefna Reykjanesbæjar – drög til umsagnar (2023050566)
Lögð fram drög að tómstundastefnu Reykjanesbæjar en bæjarráð Reykjanesbæjar hefur vísað viðkomandi drögum til umsagnar í ráðum bæjarins.
Atvinnu- og hafnarráð gerir ekki athugasemdir við viðkomandi drög.
11. Upplýsingagjöf sviðsstjóra (2025010262)
Halldór K. Hermannsson, sviðsstjóri atvinnu- og hafnarsviðs, fór yfir stöðu ýmissa mála er varða starfsemi sviðsins.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 17:55. Fundargerðin fer til samþykktar bæjarstjórnar 16. júní 2025.