- Þjónusta
- Velferð og stuðningur
- Menntun og fræðsla
- Skipulags-, bygginga- og umhverfismál
- Íþróttir og tómstundir
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- Mitt Reykjanes
Viðstaddir: Hjörtur Magnús Guðbjartsson formaður, Alexander Ragnarsson, Kristján Jóhannsson, Sigurður Guðjónsson og Jón Már Sverrisson.
Að auki sat fundinn Halldór Karl Hermannsson, sviðsstjóri atvinnu- og hafnarsviðs.
Atvinnu- og hafnarráð samþykkti 5-0 að tekið yrði á dagskrá Starfsmannamál Reykjaneshafnar (2025050171). Fjallað er um máli undir dagskrálið 15.
Farið var yfir stöðuna á framkvæmdum við dýpkun Njarðvíkurhafnar.
Farið yfir ýmsa þætti í tengslum við uppbyggingu á Suðurbakka Helguvíkurhafnar.
Farið yfir samantekt af fundi samstarfsaðila um endurbætur á rampi við olíubryggjuna í Helguvík.
Fundargerðir 20. og 21. fundar samráðsnefndar atvinnu- og hafnarráðs og umhverfis- og skipulagsráðs frá 3. júlí og 14. ágúst lagðar fram.
Farið yfir stöðu mála er varðar markaðssetningu á Keflavíkurhöfn fyrir smærri skemmtiferðaskip. Í ár hafa tvö skemmtiferðaskip þegar komið til hafnar og von er á tveimur til viðbótar, því fyrra þann 31. ágúst nk.
Bréf Vegagerðarinnar dags. 6. maí 2024 þar sem fram kemur að opið er fyrir umsóknir vegna hafnargerðar og sjóvarna í Samgönguáætlun 2026-2030 til 20. júní nk. lagt fram. Einnig lagður fram tölvupóstur dags. 2. júní sl. þar sem fram kemur að umsóknarfresturinn framlengist til 1. ágúst nk. Farið var yfir umsókn Reykjaneshafnar sem send var inn til Vegagerðarinnar þann 28. júlí sl.
Fylgigögn:
Samgönguáætlun 2026-2030 - umsókn um framlag
Fundargerð 473. fundar stjórnar Hafnasambands Íslands frá 22. maí sl. lögð fram.
Fylgigögn:
Fundargerð 473. fundar stjórnar Hafnasambands Íslands
Stjórn Reykjaneshafnar samþykkti á 258. fundi sínum 9. desember 2021 framtíðarsýn Reykjaneshafnar þar sem sett er fram sviðsmynd um þróun á starfsemi hafnarinnar til ársins 2030, gangi eftir hugmyndir um nýtingu og sérhæfingu núverandi hafnarmannvirkja ásamt hugmyndum um atvinnuuppbyggingu á svæðinu. Viðkomandi framtíðarsýn var endurskoðun á sambærilegri framtíðarsýn sem stjórn hafnarinnar vann árið 2017.
Atvinnu- og hafnarráð samþykkir að taka framtíðarsýn Reykjaneshafnar til endurskoðunar út frá þróun síðustu ára og áætlaðri þróun komandi ára.
Fylgigögn:
Reykjaneshöfn 2030 - framtíðarsýn
Árið 2017 hafði Reykjanesbær forgöngu um atvinnumálakönnun á Suðurnesjum þar sem leitast var við að ná fram stöðu íbúa á vinnumarkaði eftir sveitarfélögum. Í vor var ákveðið að gera nýja könnun með sömu spurningum í samstarfi við önnur sveitarfélög á svæðinu og lauk þeirri könnun í lok maí sl. Farið var yfir niðurstöður hennar ásamt samanburði við fyrri niðurstöður.
Fylgigögn:
Atvinnumálakönnun 2025 - niðurstöður
Í tengslum við fyrirhugaða íbúðauppbyggingu við Grófina gerðu Reykjaneshöfn og Reykjanesbær með sér samkomulag um að Reykjaneshöfn fengi aðstöðu á iðnaðarsvæðinu í Helguvík í stað eftirgjafar á athafnasvæði hafnarinnar við Grófina. Reykjaneshöfn hefur fengið þá aðstöðu afhenta og var farið yfir næstu skref við uppbyggingu svæðisins svo það megi þjóna starfsemi hafnarinnar i framtíðinni.
Tölvupóstur dags. 22. júlí 2025 frá Skipulagsgátt fyrir hönd Suðurnesjabæjar þar sem óskað er eftir umsögn um eftirfarandi: Bergvík, nýtt deiliskipulag, nr. 1040/2025 (Breyting á aðalskipulagi). Kynningartími er frá 22. júlí til 22. ágúst 2025.
Atvinnu- og hafnarráð gerir ekki athugasemd við viðkomandi skipulag.
Fylgigögn:
Með því að smella hér má skoða umsagnarmálið í Skipulagsgátt
Halldór K. Hermannsson, sviðsstjóri atvinnu- og hafnarsviðs, fór yfir mælaborð atvinnu- og hafnarsviðs fyrir fyrstu sex mánuði ársins.
Halldór K. Hermannsson, sviðsstjóri atvinnu- og hafnarsviðs, fór yfir stöðu ýmissa mála er varða starfsemi sviðsins.
Síðastliðið vor fóru Reykjaneshöfn, Reykjanesbær og Tjarnargata 12 ehf. í sameiginlegt útboð er varðar vátryggingar viðkomandi. Nú liggur niðurstaðan fyrir og eru TM tryggingar hf. með hagstæðasta tilboðið.
Atvinnu- og hafnarráð samþykkir að taka tilboði TM trygginga hf. í vátryggingar Reykjaneshafnar í samræmi við úboðsgögn þar að lútandi.
Halldór K. Hermannsson, sviðsstjóri atvinnu- og hafnarsviðs, fór yfir óvæntar áskoranir sem komnar eru upp í starfsmannamálum Reykjaneshafnar sem geta haft hamlandi áhrif á þjónustugetu hafnarinnar í framtíðinni. Fór hann yfir þá kosti sem væru í stöðunni til þess að bregðaðst við þeim aðstæðum.
Atvinnu- og hafnarráð samþykkir að auglýsa eftir starfsmanni til starfa hjá Reykjaneshöfn á grundvelli þeirrar umræðu sem var á fundinum og felur sviðsstjóra að fylgja málinu eftir.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 18:15. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 2. september 2025.