- Þjónusta
- Velferð og stuðningur
- Menntun og fræðsla
- Skipulags-, bygginga- og umhverfismál
- Íþróttir og tómstundir
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- Mitt Reykjanes
Viðstaddir: Hjörtur Magnús Guðbjartsson formaður, Alexander Ragnarsson, Halldór Rósmundur Guðjónsson, Sigurður Guðjónsson og Jón Már Sverrisson.
Að auki sat fundinn Halldór Karl Hermannsson, sviðsstjóri atvinnu- og hafnarsviðs.
Kristján Jóhannsson boðaði forföll og sat Halldór Rósmundur Guðjónsson fundinn í stað hans.
Farið yfir stöðu á vinnslu fjárhagsáætlunar atvinnu- og hafnarsviðs fyrir árið 2026.
Farið var yfir stöðuna á framkvæmdum við dýpkun Njarðvíkurhafnar en nú sér fyrir endann á þeirri framkvæmd.
Farið yfir hugmyndir að öryggissvæði í tengslum við uppbyggingu á Suðurbakka Helguvíkurhafnar.
Farið yfir valkosti við endurbætur á sjósetningarrampi í Helguvíkurhöfn.
Farið yfir ýmsa valkosti við endurbætur á Keflavíkurhöfn til þess að styrkja þjónustugetu hennar til framtíðar gagnvart skemmtiferðaskipum. Jafnframt var lagður fram tölvupóstur, dags. 12. september 2025, frá Steinþóri Jónssyni þar sem óskað var samstarfs varðandi framtíðaruppbyggingu á svæðinu.
Atvinnu- og hafnarráð tekur jákvætt í viðkomandi ósk og felur Halldóri K. Hermannssyni sviðsstjóra að vinna málið áfram.
Farið yfir drög að deiliskipulagi sem verið er að vinna varðandi uppland og nágrenni Njarðvíkurhafnar.
Farið yfir framkvæmd móttöku þeirra skemmtiferðaskipa sem komu til Keflavíkurhafnar í sumar. Alls komu fjögur skip og var heildarfarþegafjöldi sem með þeim kom 822 farþegar af 26 þjóðernum.
Atvinnu- og hafnarráð lýsir ánægju sinni með hvað vel hefur tekist til við móttöku þeirra skemmtiferðaskipa sem heimsóttu okkur í sumar og vonar að þetta sé aðeins smjörþefurinn af því sem koma skal. Þessi vegferð að markaðssetja Keflavíkurhöfn fyrir smærri skemmtiferðaskip hófst árið 2019 og er langhlaup sem vonandi skilar nýjum tækifærum til atvinnuuppbyggingar í móttöku ferðamanna í sveitarfélaginu til lengri tíma litið.
Fylgigögn:
Bókunarstaða skemmtiferðaskipa á Íslandi - september 2025
Fundargerðir 474. og 475. funda stjórnar Hafnasambands Íslands frá 22. ágúst 2025 og 10. september 2025 lagðar fram.
Fylgigögn:
Fundargerð 474. fundar stjórnar Hafnasambands Íslands
Fundargerð 475. fundar stjórnar Hafnasambands Íslands
Skýrslan Fjárfestingar hafna á Íslandi 2025-2040, sem Íslenski sjávarklasinn vann fyrir Hafnasamband Íslands, lögð fram.
Fylgigögn:
Fjárfestingar hafna á Íslandi 2025-2040
Tölvupóstur, dags. 15. september 2025, frá Hafnasambandi Íslands þar sem boðað er til Hafnafundar 2025 sem haldinn verður í Ólafsvík þann 23. október 2025, lagður fram.
Atvinnu- og hafnarráð samþykkir að fulltrúar Reykjaneshafnar sæki fundinn.
Farið yfir ýmsa þætti sem snúa að endurskoðun á framtíðarsýn Reykjaneshafnar.
Farið yfir stöðuna á uppbyggingu uppsáturssvæðis hafnarinnar við Hólmbergsbraut.
Halldór K. Hermannsson, sviðsstjóri atvinnu- og hafnarsviðs, fór yfir stöðuna í starfsmannamálum hafnarinnar en til að mæta óvæntri mannaflaþörf hafnarinnar hefur nýr starfsmaður verið ráðinn tímabundið.
Halldór K. Hermannsson, sviðsstjóri atvinnu- og hafnarsviðs, fór yfir stöðu ýmissa mála er varða starfsemi sviðsins.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 18:15. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 7. október 2025.