- Þjónusta
- Velferð og stuðningur
- Menntun og fræðsla
- Skipulags-, bygginga- og umhverfismál
- Íþróttir og tómstundir
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- Mitt Reykjanes
Viðstaddir: Hjörtur Magnús Guðbjartsson formaður, Alexander Ragnarsson, Halldór Rósmundur Guðjónsson, Sigurður Guðjónsson og Jón Már Sverrisson.
Að auki sat fundinn Halldór Karl Hermannsson, sviðsstjóri atvinnu- og hafnarsviðs.
Kristján Jóhannsson boðaði forföll og sat Halldór Rósmundur Guðjónsson fundinn í stað hans.
Farið yfir drög að rekstrar- og fjárfestingaáætlun ársins 2026.
Farið var yfir stöðuna á framkvæmdum við Njarðvíkurhöfn, en þeim hluta sem snýr að dýpkun hafnarinnar er nú lokið. Lögð voru fram drög að útboði á byggingu skjólgarðs sem lagður verður út sunnan við athafnasvæði Skipasmíðastöðvar Njarðvíkur.
Atvinnu- og hafnarráð fagnar þeim áfanga í uppbyggingu Njarðvíkurhafnar sem náð er með dýpkun hafnarinnar. Næsti áfangi í þeirri uppbyggingu er bygging á skjólgarði fyrir sunnan höfnina og felur ráðið Halldóri K. Hermannssyni sviðsstjóra atvinnu- og hafnarsviðs að setja það verk í útboð á grundvelli meðfylgjandi útboðsgagna.
Fylgigögn:
Lagt fram samstarfssamkomulag milli utanríkisráðuneytisins, Landhelgisgæslu Íslands, Reykjanesbæjar og Reykjaneshafnar um uppbyggingu eldsneytisbirgðastöðvar og hafnaraðstöðu í Helguvík sem til stendur að undirrita þann 4. nóvember nk.
Atvinnu- og hafnarráð samþykkir fyrirliggjandi samkomulag og felur Halldóri K. Hermannssyni sviðsstjóra atvinnu- og hafnarsviðs að undirrita samkomulagið.
Farið yfir hugmyndir um uppbyggingu á Vatnsnesinu upp af Keflavíkurhöfn.
Farið yfir drög að deiliskipulagi sem verið er að vinna varðandi uppland og nágrenni Njarðvíkurhafnar.
Lagt fram skjal frá Cruise Iceland með samanburði á skattlagningu á farþega skemmtiferðaskipa í hinum ýmsu löndum í norður Evrópu árið 2025.
Atvinnu- og hafnarráð beinir því til viðeigandi stjórnvalda að núverandi skattlagning á farþega skemmtiferðaskipa á Íslandi verði endurskoðuð þannig að hún verði sanngjarnari og fyrirsjáanlegri í framtíðinni.
Fylgigögn:
Samanburður á sköttum farþega skemmtiferðaskipa
Reykjaneshöfn er að byggja upp geymslusvæði á iðnaðarsvæðinu í Helguvík þar sem eigendum smærri báta gefst kostur á að geyma, gegn mánaðarlegu gjaldi, bát og/eða bátakerru ef þannig hentar. Viðkomandi svæði verður upplýst, afgirt og aðgangsstýrt. Lögð voru fram drög að leigusamningi vegna viðkomandi leiguaðstöðu ásamt skilmálum sem liggja til grundvallar leigusamningum.
Atvinnu- og hafnarráð lýsir ánægju sinni yfir að nýtt geymslusvæði hafnarinnar sé að komast í notkun og samþykkir viðkomandi drög að leigusamningi vegna svæðisins ásamt skilmálum hans.
Lögð fram dagskrá Hafnafundar 2025 sem fram fer í Ólafsvík á morgun, fimmtudaginn 23. október.
Fylgigögn:
Halldór K. Hermannsson, sviðsstjóri atvinnu- og hafnarsviðs, fór yfir stöðu ýmissa mála er varða starfsemi sviðsins.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 17:28. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 4. nóvember 2025.