- Þjónusta
- Velferð og stuðningur
- Menntun og fræðsla
- Skipulags-, bygginga- og umhverfismál
- Íþróttir og tómstundir
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- Mitt Reykjanes
Viðstaddir: Hjörtur Magnús Guðbjartsson formaður, Alexander Ragnarsson, Kristján Jóhannsson, Sigurður Guðjónsson og Jón Már Sverrisson.
Að auki sat fundinn Halldór Karl Hermannsson, sviðsstjóri atvinnu- og hafnarsviðs.
Halldór Karl Hermannsson, sviðsstjóri atvinnu- og hafnarsviðs, fór yfir drög að fjárhagsáætlun Reykjaneshafnar fyrir árið 2026 ásamt áætlun til næstu ára þar á eftir. Einnig fór hann yfir fjárfestingar komandi ára.
Atvinnu- og hafnarráð samþykkir fyrirliggjandi fjárhagsáætlun ársins 2026 ásamt áætlun áranna 2027-2029.
Annar áfangi í uppbyggingu Njarðvíkurhafnar er hafinn með útboði á byggingu brimvarnargarðs sunnan megin við höfnina, auglýsing um útboðið var birt 14. nóvember sl. á útboðsvef Vegagerðarinnar. Frestur til að skila tilboðum er til 2. desember nk. og er áætlað að framkvæmdin geti tekið um 18 mánuði.
Fylgigögn:
Njarðvíkurhöfn Suðursvæði, brimvarnargarður 2025 - auglýsing
Stefán Gunnar Thors, sviðsstjóri umhverfis og skipulags hjá VSÓ ráðgjöf, mætti á fundinn í gegnum fjarfundabúnað.
Farið var yfir hugmyndir að aðal- og deiliskipulagi Njarðvíkurhafnar og nærumhverfis, sem og hvernig vinna megi þær hugmyndir áfram.
Atvinnu- og hafnarráð samþykkir að Stefán Gunnar Thors, sviðsstjóri umhverfis og skipulags hjá VSÓ ráðgjöf, verði fenginn til þess að leiða áframhaldandi vinnu varðandi viðkomandi skipulagsmál í samráði við Halldór K. Hermannsson, sviðsstjóra atvinnu- og hafnarsviðs.
Fylgigögn:
Njarðvíkurhöfn - gildandi aðalskipulag
Jón Stefán Einarsson arkitekt mætti á fundinn og kynnti hugmyndir um þróun Keflavíkurhafnar og nærumhverfis.
Atvinnu- og hafnarráð lýsir ánægju sinni með framkomnar hugmyndir sem falla mjög vel að þeirri framtíðarsýn sem lagt hefur verið upp með við þróun Keflavíkurhafnar í framtíðinni.
Fylgigögn:
Fréttabréf Cruise Iceland frá 12. nóvember sl. lagt fram. Þar kemur m.a. fram að mikil vinna hefur verið lögð í að upplýsa ráðamenn um þær hættur sem steðja að þeim hluta ferðaþjónustunnar sem lúta að komu skemmtiferðaskipa með núverandi skattlagningu.
Tölvupóstur frá Cruise Europe dagsettur 12. nóvember 2025 þar sem fram kemur að aðalfundur samtakanna verður haldinn í Reykjavík dagana 26.-29. maí 2026.
Fylgigögn:
Aðalfundur Cruise Europe 2026 - auglýsing
Tölvupóstur frá Hafnasambandi Íslands dagsettur 5. nóvember 2025 lagður fram, þar sem fram kemur að fulltrúar sambandsins hefðu mætt fyrir efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis þar sem fjallað var um farþegaskip með áherslu á tollfrelsi þeirra. Meðfylgjandi tölvupóstinum var minnisblað Lex lögmannstofu varðandi málið.
Halldór K. Hermannsson, sviðsstjóri atvinnu- og hafnarsviðs, fór yfir mælaborð sviðsins fyrir fyrstu 9 mánuði rekstrarársins.
Halldór K. Hermannsson, sviðsstjóri atvinnu- og hafnarsviðs, fór yfir stöðu ýmissa mála er varða starfsemi sviðsins.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 18:32. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 2. desember 2025.