1007. fundur

18.12.2014 11:12

Fundargerð
1007. fundur bæjarráðs Reykjanesbæjar haldinn 18. desember 2014 að Tjarnargötu 12, kl: 09:00

Mættir : Guðbrandur Einarsson aðalmaður, Böðvar Jónsson aðalmaður, Kristinn Þór Jakobsson áheyrnarfulltrúi, Magnea Guðmundsdóttir varamaður, Elín Rós Bjarnadóttir varafulltrúi, Guðný Birna Guðmundsdóttir varafulltrúi, Kjartan M. Kjartansson bæjarstjóri og Hjörtur Zakaríasson, fundarritari

1. Viðaukar við fjárhagsáætlun 2014 (2014090301)
Mætt var á fund bæjarráðs Þórey I. Guðmundsdóttir fjármálastjóri.  Bæjarráð samþykkir viðkomandi viðauka fyrir árið 2014 og bæjarstjóra falið að tilkynna Innanríkisráðuneytinu samþykktina.

2. Beingreiðslusamningar  (2014120249)
Mætt var á fund bæjarráðs Sigríður Daníelsdóttir forstöðumaður ráðgjafardeildar FFR.  Bæjarráð samþykkir beingreiðslusamninga til eins árs skv. fyrirliggjandi tillögu. 

3. Samkomulag Reykjanesbæjar við innanríkisráðherra (2014110075)
Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi samning og felur bæjarstjóra að undirrita samninginn.

4. Rekstraruppgjör janúar - október 2014 (2014050353)
Lagt fram.

5. Tilboð Capacent í tímabundið starf mannauðsstjóra (2014120250)
Bæjarráð felur bæjarstjóra að vinna áfram í málinu.

6. Úttekt á þjónustu og kostnaði við hælisleitendur (2014120251)
Bæjarráð þakkar Halldóri Karli Hermannssyni fyrir vel unna skýrslu.

7. Tillaga að sameiningu Tjarnargötu 12 ehf. og Þróunarsjóðs Reykjanesbæjar hf. (2014120252)
Gerð er tillaga um sameiningu Tjarnargötu 12 ehf. og Þróunarsjóðs Reykjanesbæjar hf. miðað við 30. júní 2014 þar sem Þróunarsjóður Reykjanesbæjar hf. sameinast Tjarnargötu 12 ehf.

Tilgangur beggja félaganna er rekstur og útleiga fasteigna en bæði félögin eru 100% í eigu Reykjanesbæjar.  Ástæða sameiningar félaganna tengist einföldun á rekstri B hluta félaga.

Til að sameining félaganna gangi upp þurfa bæði félögin að vera með jákvætt eigið fé.
Hins vegar er svo ekki hjá Þróunarsjóði Reykjanesbæjar og er því gerð hlutafjárlækkun um 96 milljónir króna hjá Þróunarsjóði Reykjanesbæjar hf. til jöfnunar á tapi. Síðan þarf að auka hlutafé þess sem nemur 65 milljónum króna. Eftir þessar breytingar er eigið fé félagsins jákvætt.

Gerð er tillaga um viðauka við fjárhagsáætlun 2014 vegna þessara breytinga á hlutafé Þróunarsjóðs Reykjanesbæjar hf.

Bæjarráð samþykkir að sameina Tjarnargötu 12 ehf. og Þróunarsjóð Reykjanesbæjar hf. fyrir áramót 2014-15.

8. Málefni Reykjaneshafnar (2014110194)
Frestað.

9. Málefni Tónlistarskóla Reykjanesbæjar (2014120231)
Bæjarráð felur bæjarstjóra að afla frekari gagna í málinu.

10. Starfsmannamál  (2014110062)
Bréf starfsmanna Umhverfis- og skipulagssviðs lagt fram ásamt fylgiskjölum.

11. 5. mál bæjarráðs 11/12´14 - greinargerð fræðslustjóra  (2014120140)
Bæjarráð samþykkir 5. mál frá 11/12´14 erindi Holtaskóla að manna forföll.

12. Óskir um ráðningar á fræðslusviði (2014120197)
a) stuðningsfulltrúa í Akurskóla
b) stuðningsfulltrúa í Háaleitisskóla
c) starfsmanns í leikskólann Holt

Bæjarráð samþykkir ráðningarnar.

13. Óskir um ráðningar á fjölskyldu- og félagsþjónustusviði (2014120195)
a) tímabundin ráðning í fjárhagsaðstoð/fjármálaráðgjöf
b) tímabundin ráðning þjónustufulltrúa í fjárhagsaðstoð
c) tímabundin ráðning ráðgjafa í ráðgjafadeild
d) endurráðning starfsmanns í hælismálum
e) ráðning ráðgjafa í ráðgjafadeild
f) ráðning forstöðumanns í þjónustuíbúðakjarna
g) staðfesting á stöðugildafjölda í þjónustukjarna
h) ný stöðugildi og endurráðning í Hæfingarstöðina

Bæjarráð samþykkir ráðningarnar.

14. Ósk um lausn frá störfum varabæjarfulltrúi og nefndarmaður í atvinnu- og hafnaráði (2014120233)
Bæjarráð vísar erindinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.

15. Ósk um styrk í orgelsjóð Keflavíkurkirkju (2014110380)
Vísað til fjárhagsáætlunargerðar 2015.

16. Tilkynning um ný umbótaverkefni Innanríkisráðuneytis og Umhverfis- og auðlindaráðuneytis (2014120148)
Lagt fram.

Fleira ekki gert og fundi slitið.
__________

Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 6. janúar 2015.