1009. fundur

08.01.2015 00:00

1009. fundur bæjarráðs Reykjanesbæjar haldinn 8. janúar 2015 að Tjarnargötu 12, kl: 09:00

Mættir : Friðjón Einarsson, formaður, Guðbrandur Einarsson, aðalmaður, Gunnar Þórarinsson, aðalmaður, Árni Sigfússon, aðalmaður, Böðvar Jónsson, aðalmaður, Kristinn Þór Jakobsson, áheyrnarfulltrúi, Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri, Hjörtur Zakaríasson, fundarritari

1. Skipulagsbreytingar (2014110407)
Arnar Jónsson frá Capacent gerir grein fyrir stöðu mála.
Mættur var Arnar Jónsson frá Capacent er fór yfir erindisbréf vegna úttektar á stjórnun og stjórnskipulagi.

2. 5. mál bæjarráðs frá 18/12'14 (2014120250)
Samningur um mannauðsráðgjafa
Bæjarstjóra falið að ganga frá málinu miðað við umræður á fundinum.

3. Samningur við Deloitte vegna endurskoðunar (2015010026)
Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi samning.

4. Fundarboð hluthafafundar HS Veitna hf. 19. janúar 2015 (2015010023)
Bæjarráð samþykkir að Gunnar Þórarinsson fari með atkvæði bæjarsjóðs á fundinum.  Varpað var  hlutkesti um 4 mann í stjórn HS Veitna og niðurstaða var sú að Sjálfstæðisflokkurinn tilnefnir 2 fulltrúa auk 2 varamanna og af lista Beinnar leiðar, Samfylkingunnar og Frjálsu afli eru tilnefndir 2 fulltrúar ásamt varafulltrúum.

5. 3. mál bæjarstjórnar frá 16/12'14 (2014010742)
Fundargerð fjölskyldu- og félagsmálaráðs 8/12'14
Fundargerðin samþykkt 5-0.

6. 9. mál bæjarráðs frá 18/12'14 (2014120231)
Málefni Tónlistarskóla Reykjanesbæjar
Bæjarráð samþykkir endurgreiðslu skólagjalda að upphæð kr. 2.5 - 2,7 milljónir og færist sem kostnaður á árinu 2014.

7. Ályktun starfsmanna Brunavarna Suðurnesja (2014120313)
Lagt fram.  Kristinn Jakobsson lagði fram eftirfarandi bókun:
Ég tek undir hvatningu starfsmanna til eigenda Brunavarna Suðurnesja.   Augljóst er að meirihluti Bæjarstjórnar Reykjanesbæjar vinnur ekki að því að styrkja atvinnulíf í bæjarfélaginu og uppgangi fyrirtæka í eigu bæjarfélagsins. Með einhliða ákvörðun stjórnar BS án umræðu við hagsmunaaðila s.s. starfsmenn, eigendur og möguleg samstarfsfélög á svæðinu. Um leið og litið er til framtíðar og þeirra verkefna sem í bígerð eru, verður ekki horft fram hjá því með fjölgun fyrirtækja á Reykjanesi mun hagur BS vænkast að sama skapi.  Stjórn BS stendur nú í viðræðum um sameiningu BS og Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins sem telja verður meiriháttar breytingu á skipan og rekstri Brunavarna Suðurnesja, í þessum viðræðum er vaðið án nokkrar umræðu eða ákvörðunar eigenda BS.

8. Kauptilboð í Hafnargötu 38 (2014110435)
Bæjarritari gerir grein fyrir málinu
Bæjarráð felur bæjarritara að vinna frekar í málinu.

9. Erindi Guðjóns Sigurbjartssonar (2014120370)
Staðsetning Landsspítalans
Lagt fram.

10. Fundagerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga 12/12 2014 (2014020154)
Lagt fram.

11. Málefni Víkingaheima (2015010101)
Bæjarstjóri gerir grein fyrir málinu
Bæjarstjóra falið að auglýsa eftir áhugasömum aðilum um rekstur Víkingaheima.

12. Rekstraruppgjör frá janúar til nóvember 2014 (2014050353)
Lagt fram.

Fleira ekki gert og fundi slitið.
______________

Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 20. janúar 2015.