1012. fundur

04.02.2015 10:03

1012. fundur bæjarráðs Reykjanesbæjar haldinn 29. janúar 2015 að Tjarnargötu 12, kl: 09:00

Mættir : Friðjón Einarsson formaður, Gunnar Þórarinsson aðalmaður, Árni Sigfússon aðalmaður, Böðvar Jónsson aðalmaður, Kristinn Þór Jakobsson áheyrnarfulltrúi, Kolbrún Jóna Pétursdóttir varamaður, Kjartan M. Kjartansson bæjarstjóri og Hjörtur Zakaríasson fundarritari.


1. Húsnæði undir nýja Hæfingarstöð (2014120040)
Bæjarráð felur bæjarstjóra að vinna áfram í málinu og leggja fyrir næsta fundi bæjarráðs.

2. Reykjanestá - riftun á leigusamning (2012070248)
Lagt fram til upplýsinga og bæjarstjóra falið að skoða málið.

3. Vetrarfundur Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum (2015010744)
Lagt fram.

4. Landsþing Samband sveitarfélaga (2015010747)
Landsþing sambandsins verður haldið föstudaginn 17. apríl í Salnum í Kópavogi.

5. Hafnamál við Faxaflóa (2015010319)
Bæjarráð samþykkir erindi Faxaflóahafna að taka þátt í sameiginlegri stefnumótun um hafnarmál á Faxaflóa.

6. Fundarboð Reykjaness- og Bláfjallafólkvöngum (2015010722)
Lagt fram.

7. Umsögn um frumvarp til laga um örnefni (2015010725)
Lagt fram.

8. Ráðning í forfallastöður v/Heiðarskóla og Njarðvíkurskóla (2014120198)
Bæjarráð samþykkir ráðningarnar.

9. Mótmæli vegna ákvörðunar bæjarráðs á uppsögn fastra bifreiðastyrkja (2014120231)
Móttekið.

Fleira ekki gert og fundi slitið.
__________

Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 3. febrúar 2015.
Bæjarstjórn samþykkir fundargerðina 11-0.