1014. fundur

12.02.2015 11:43

1014. fundur bæjarráðs Reykjanesbæjar haldinn 12. febrúar 2015 að Tjarnargötu 12, kl: 09:00

Mættir : Friðjón Einarsson formaður, Guðbrandur Einarsson aðalmaður, Gunnar Þórarinsson aðalmaður, Árni Sigfússon aðalmaður, Böðvar Jónsson aðalmaður, Kristinn Þór Jakobsson áheyrnarfulltrúi, Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri og Hjörtur Zakaríasson fundarritari.


1. Þjónusta sveitarfélaga 2014  (2015020155)
Niðurstöður þjónustukönnunar

Lagt fram.

2. Ársskýrsla trúnaðarlæknis Reykjanesbæjar (2015020051)
Lagt fram.

3. HS Veitur hf. - kaup eigin hlutabréfa (2015010023)
Bæjarráð samþykkir að HS Veitur hf kaupi eigin hlutabréf fyrir 2 milljarða króna með þeim fyrirvara að hagkvæm fjármögnun fáist og að eignarhlutföll raskist ekki.

4. Endurfjármögnun lána (2015020151)
Bæjarráð samþykkir endurfjármögnun lána hjá lánasjóði sveitarfélaga ohf. vegna afborgana lána og vísar málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar 17. febrúar n.k.

5. Tímabundinn yfirdráttur (2015020149)
Bæjarráð samþykkir tímabundinn yfirdrátt að upphæð kr. 150 millj. kr. hjá ÍSB.

6. Eignarhaldsfélagið Fasteign ehf. (2015020176)
Bæjarráð samþykkir skilmálabreytingar á lánasamningum við Eignarhaldsfélagið Fasteign ehf.

7. Hafnargata 38 (2015020158)
Lagt fram tilboð frá IÞ tréverk ehf. svo og bréf frá Hótel Keilir varðandi Hafnargötu 38.

8. Óskir um starfsmannaráðningar á fræðslusviði (2014120198)
a) starfsmann í leikskólann Hjallatún
b) starfsmann á forfallaskrá í Njarðvíkurskóla

Bæjarráð samþykkir ráðningarnar.

9. 15. mál bæjarráðs 18/12´14 - styrkur í orgelsjóð Keflavíkurkirkju (2014110380)
Lagt fram til upplýsingar.

10. Styrkbeiðni frá Yrkjusjóði (2015020144)
Bæjarráð getur ekki orðið við erindinu að þessu sinni.

11. Fundargerð stjórnar Hljómahallar 5/2´15 (2015010336)
Lagt fram.

12. Fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga 30/1´15 (2015020070)
Lagt fram.

13. Ósk um umsögn um frumvarp til laga um grunnskóla (kæruleiðir, einkareknir skólar o.fl.) (2015010801)
http://www.althingi.is/altext/144/s/0634.html

Lagt fram.

14. Ósk um umsögn um frumvarp til laga um húsaleigubætur (námsmenn) (2015020108)
http://www.althingi.is/altext/144/s/0266.html

Lagt fram.

15. Ósk um umsögn um framvarp til laga um félagsþjónustu sveitarfélaga (skilyrði fjárhagsaðstoðar) (2015020160)
http://www.althingi.is/altext/144/s/0624.html

Lagt fram.

16. Ósk um umsögn um frumvarp til laga um náttúrupassa (2015020161)
http://www.althingi.is/altext/144/s/0699.html

Lagt fram.

17. Ósk um umsögn um frumvarp til laga um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum og málefni fatlaðs fólks (2015020162)
http://www.althingi.is/altext/144/s/0698.html

Lagt fram.

18. Ósk um umsögn um frumvarp til laga um uppbyggingu innviða fyrir ferðamenn til verndar náttúru og menningarsögulegum minjum (2015020163)
http://www.althingi.is/altext/144/s/0649.html

Lagt fram.

19. Ósk um umsögn um frumvarp til laga um stjórn vatnamála (2015020165)
http://www.althingi.is/altext/144/s/0888.html

Lagt fram.

20. Krafa á Fagfjárfestingasjóðinn ORK (2015020179)
Lagt fram til upplýsinga.

Fleira ekki gert og fundi slitið.
__________

Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 17. febrúar 2015.
Bæjarstjórn samþykkir fundargerðina 11-0 en Baldur Guðmundsson situr hjá í 7. máli.