1016. fundur

27.02.2015 11:08

1016. fundur bæjarráðs Reykjanesbæjar haldinn 26. febrúar 2015 að Tjarnargötu 12, kl: 09:00

Mættir : Friðjón Einarsson formaður, Guðbrandur Einarsson aðalmaður, Gunnar Þórarinsson aðalmaður, Árni Sigfússon aðalmaður, Böðvar Jónsson aðalmaður, Kristinn Þór Jakobsson áheyrnarfulltrúi og Hjörtur Zakaríasson fundarritari.


1. Starfafjölskyldur (2015020393)
Jakobína H. Árnadóttir ráðgjafi hjá Capacent mætir á fundinn og gerir grein fyrir málinu

2. 3. mál bæjarstjórnar 17/2´15 sem er 4. mál fjölskyldu- og félagsmálaráðs 9/2´15 (2015020097)
Framkvæmdastjóri Fjölskyldu- og félagsþjónustusviðs mætir á fundinn og gerir grein fyrir málinu

Mætt var á fund bæjarráðs Hera Einarsdóttir starfandi félagsmálastjóri. Óskað er eftir við félagsmálastjóra að hún leggi fram frekari upplýsingar fyrir næsta fund bæjarráðs og verður málið þá aftur tekið upp.

3. Starfsmannamál hjá Fjölskyldu- og félagsþjónustusviði (2014120196)
Beiðni um heimild til ráðningar í heimaþjónustu

Bæjarráð samþykkir heimild til ráðningar í heimaþjónustu.

4. Starfsmannamál hjá Fræðslusviði (2014120198)
a) beiðni um heimild til ráðningar kennara, þroskaþjálfa, námsráðgjafa og stuðningsfulltrúa í Myllubakkaskóla
b) beiðni um heimild til ráðningar tveggja starfsmanna á Garðasel

Bæjarráð samþykkir beiðni um ráðningar kennara, þroskaþjálfa, námsráðgjafa og stuðningsfulltrúa í Myllubakkaskóla og ráðningar tveggja starfsmanna á Garðasel.

5. Fundagerðir stjórnar Heklunnar, atvinnuþróunarfélags Suðurnesja 21/11´14 og 9/1´15 (2015020380)
Bæjarstjóra falið að óska eftir nánari greiningu á atvinnuleitendum í Reykjanesbæ.  Fundargerðirnar lagðar fram að öðru leyti.

6. Fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga 16/2´15 (2015020070)
Lagt fram.

7. Ósk um umsögn um frumvarp til laga um orlof húsmæðra (afnám laganna) (2015020354)
http://www.althingi.is/altext/144/s/0422.html

Lagt fram.

8. Ósk um umsögn um frumvarp til laga um farmflutninga á landi (aukið eftirlit, starfsleyfi o.fl., EES-reglur) (2015020355)
http://www.althingi.is/altext/144/s/0873.html

Lagt fram.

9. Ósk um umsögn um frumvarp til laga um farþegaflutninga á landi í atvinnuskyni (heildarlög, EES-reglur) (2015020357)
http://www.althingi.is/altext/144/s/0874.html

Lagt fram.

Fleira ekki gert og fundi slitið.
__________

Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 3. mars 2015.
Bæjarstjórn samþykkir fundargerðina 11-0.