1017. fundur

05.03.2015 10:23

1017. fundur bæjarráðs Reykjanesbæjar haldinn 5. mars 2015 að Tjarnargötu 12, kl: 09:00

Mættir : Friðjón Einarsson formaður, Guðbrandur Einarsson aðalmaður, Gunnar Þórarinsson aðalmaður, Árni Sigfússon aðalmaður, Böðvar Jónsson aðalmaður, Kristinn Þór Jakobsson áheyrnarfulltrúi og fundargerð ritaði Elísabet Magnúsdóttir.


1. Tilkynning um aðalfund HS Veitna hf. 18. mars n.k. (2015030012)
Lagt fram.  Bæjarstjóra falið að ganga frá tilnefningum fyrir aðalfund HS Veitna hf.  Varpað var hlutkesti og fékk Sjálfstæðisflokkur tvo fulltrúa og meirihlutinn tvo fulltrúa.

2. Samstarfssamningur um rekstur og uppbyggingu gestastofu Reykjanes jarðvangs og rekstur upplýsingamiðstöðvar ferðamanna  (2015030047)
Bæjarráð samþykkir samninginn og felur bæjarstjóra að undirrita samninginn fyrir hönd Reykjanesbæjar.

3. Húsnæði Byggðasafnsins, Vatnsnes og lóð (2015020389)
Bæjarráð frestar málinu og felur bæjarstjóra að afla frekari gagna.

4. Starfsmannamál hjá Fjölskyldu- og félagsþjónustusviði (2014120196)
a) ósk um heimild til ráðningar í tilsjón

b) ósk um heimild til ráðningar deildarstjóra í Seljudal

Bæjarráð samþykkir erindi um ráðningar.

5. Styrktarsjóður EBÍ 2015 (2015020299)
Bæjarráð hvetur stofnanir bæjarins til að sækja um en umsóknarfrestur er til aprílloka. 

6. Umsögn Sambands íslenskra sveitarfélaga um frumvarp til laga um fólksflutninga á landi í atvinnuskyni  (2015020357)
Lagt fram til upplýsinga.

7. Ósk um umsögn um tillögu til þingsályktunar um seinkun klukkunnar og bjartari morgna (2015020450)
Lagt fram án athugasemda.

Fleira ekki gert og fundi slitið.
__________

Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 17. mars 2015.
Bæjarstjórn samþykkir fundargerðina 11-0.