1021. fundur

09.04.2015 11:36

1021. fundur bæjarráðs Reykjanesbæjar haldinn 9. apríl 2015 að Tjarnargötu 12, kl: 09:00

Mættir : Friðjón Einarsson formaður, Guðbrandur Einarsson aðalmaður, Gunnar Þórarinsson aðalmaður, Böðvar Jónsson aðalmaður, Baldur Guðmundsson varamaður, Kristinn Þór Jakobsson áheyrnafulltrúi, Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri og  Ásbjörn Jónsson sviðsstjóri stjórnsýslusviðs sem  ritaði fundinn.


1. Bréf Reykjanesbæjar til eftirlitsnefndar með fjármálum sveitarfélaga varðandi fjármál (2014110075)
Bréf Reykjanesbæjar til EFS dags. 30. maí s.l. lagt fram til upplýsinga.

2. Drög að samningi við stjórn Knattspyrnudeildar Keflavíkur um slátt og umhirðu á knattspyrnusvæðum (2015030442)
Bæjarráð samþykkir að vísa samningsdrögunum til umsagnar íþrótta- og tómstundaráðs.

3. Erindi bæjarritara v/fullnaðarafgreiðslu veitingaleyfa (2015040026)
Bæjarráð felur sviðsstjóra stjórnsýslusviðs að undirbúa málið frekar.

4. Starfsmannamál hjá umhverfis- og skipulagssviði (2015040021)
a) Ósk um ráðningu bakvaktarmanns í Þjónustumiðstöð

Bæjarráð samþykkir ráðningu starfsmanns í Þjónustumiðstöð.

5. Minnisblað frá bæjarstjóra um aðalfundi félaga í eigu Reykjanesbæjar (2015030444)
Bæjarráð samþykkir að bæjarstjóri fari með atkvæði bæjarsjóðs á aðalfundum Íslendings ehf. og Útlendings ehf.  Formaður bæjarráðs fer með atkvæði bæjarsjóðs á aðalfundi Tjarnargötu 12 ehf.

Jafnframt samþykkir bæjarráð að eftirtaldir verði tilnefndir sem stjórnarmenn í stjórn Útlendings og Íslendings: Kjartan Már Kjartansson formaður og meðstjórnendur Þórey I. Guðmundsdóttir og Valgerður Guðmundsdóttir.

Þá er tilnefnt í stjórn Tjarnargötu 12 ehf. aðalmenn bæjarráðs.

Bæjarráð leggur til að allar þessar stjórnir verði ólaunaðar.

6. Tilkynning um aðalfund Lánasjóðs sveitarfélaga ohf. 17. apríl n.k. ásamt auglýsingu eftir framboðum í stjórn (2015030436)
Bæjarráð felur bæjarstjóra að fara með atkvæði bæjarsjóðs á fundinum.

7. Fundargerð aðalfundar Fasteigna Reykjanesbæjar ehf. 1/4´15 (2015040024)
Fundargerðin lögð fram.

8. Fundargerð stjórnar Heklunnar, atvinnuþróunarfélags Suðurnesja 20/3´15 (2015020380)
Fundargerðin lögð fram.

9. Fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga 27/3´15 (2015020070)
Fundargerðin lögð fram.

Fleira ekki gert og fundi slitið.
__________

Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 21. apríl n.k.
Bæjarstjórn samþykkir fundargerðina 11-0.