1022. fundur

16.04.2015 12:27

1022. fundur bæjarráðs Reykjanesbæjar haldinn 16. apríl 2015 að Tjarnargötu 12, kl: 09:00

Mættir : Friðjón Einarsson formaður, Guðbrandur Einarsson aðalmaður, Gunnar Þórarinsson aðalmaður, Árni Sigfússon aðalmaður, Böðvar Jónsson aðalmaður, Kristinn Þór Jakobsson áheyrnarfulltrúi, Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri og Ásbjörn Jónsson sviðsstjóri stjórnsýslusviðs sem ritar fundargerð.

1. Minnisblað bæjarstjóra v/Framnesveg 11 (2015040072)
Bæjarráð samþykkir að framlengja heimild til niðurgreiðslu gatnagerðargjalda til 1. desember 2015.

2. Erindi forstöðumanns ráðgjafardeildar og forstöðumanns barnaverndar FFR (2015040138)
Bæjarráð samþykkir að fresta málinu til næsta fundar bæjarráðs.  Bæjarstjóra falið að afla frekari upplýsinga.

3. Starfsmannamál hjá fjölskyldu- og félagsþjónustusviði (2014120196)
a) Beiðni um heimild til ráðningar starfsmanns í afleysingar á Suðurgötu 19

Bæjarráð samþykkir ráðningu starfsmanns á Suðurgötu 19 í 70% stöðugildi í allt að eitt ár.

4. Starfsmannamál hjá fræðslusviði (2014120198)
a) Bæjarráð samþykkir ráðningu starfsmanns á skrifstofu FRÆ í einn mánuð.
b) Bæjarráð samþykkir að bæta við stöðugildi á Garðaseli úr 62,8% upp í 88% auk þess að ráða starfsmann í 100% stöðugildi.
c) Bæjarráð samþykkir ráðningu tveggja íþróttakennara í Njarðvíkurskóla.
d) Bæjarráð samþykkir að ráða umsjónarmann, sérkennara, þrjá grunnskólakennara, tvo stuðningsfulltrúa og einn forfallakennara í Háaleitisskóla.

5. Tilkynning um aðalfund félags landeigenda 27. apríl n.k. (2015040137)
Bæjarráð samþykkir að fela sviðsstjóra stjórnsýslusviðs, Ásbirni Jónssyni, að fara með atkvæði bæjarsjóðs á aðalfundi félags landeigenda Ytri-Njarðvíkurhverfis m/Vatnsnesi.

6. Fundargerð stjórnar Almannavarnarnefndar Suðurnesja 8/4´15 (2015040107)
Fundargerðin lögð fram.

Fleira ekki gert og fundi slitið.
__________

Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 21. apríl 2015.
Bæjarstjórn samþykkir fundargerðina 11-0.