1024. fundur

30.04.2015 13:43

1024. fundur bæjarráðs Reykjanesbæjar haldinn 30. apríl 2015 að Tjarnargötu 12, kl: 09:00

Mættir : Friðjón Einarsson formaður, Gunnar Þórarinsson aðalmaður, Árni Sigfússon aðalmaður, Böðvar Jónsson aðalmaður, Kristján Jóhannsson, varamaður, Kristinn Þór Jakobsson áheyrnarfulltrúi, Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri og  Ásbjörn Jónsson sviðsstjóri stjórnsýslusviðs sem jafnframt ritar fundargerð.

1. Ársreikningur Reykjanesbæjar og stofnana hans 2014 ásamt endurskoðunarskýrslu (2015040177)
Helga Albertsdóttir endurskoðandi, Regína Guðmundsdóttir deildarstjóri reikningshalds og Þórey I Guðmundsdóttir fjármálastjóri mæta á fundinn

Endurskoðunarskýrslan lögð fram og yfirfarin.  

2. Erindi framkvæmdastjóra atvinnu- og hafnasviðs - lántökuheimild (2015040300)
Bæjarráð samþykkir að veita heimild til Reykjaneshafnar á láni fyrir allt að 40 mkr. hjá Lánasjóði Sveitarfélaga.

3. Tilboð í eignarhlut Reykjanesbæjar í Hreyfingu ehf. (2015040252)
Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að afla frekari upplýsinga í samræmi við umræður á fundinum.

4. Starfsmannamál hjá fræðslusviði (2014120198)
a) Beiðni um heimild til að ráða í stöðugildi sálfræðings á skrifstofu FRÆ
b) Beiðni um heimild til aukningar á stöðugildi starfsmanns á Hjallatúni
c) Beiðni um heimild til að ráða í stöðu þroskaþjálfa, umsjónarmanns fasteignar, sex starfsmenn skóla og tvær stöður kennara í Holtaskóla
d) Beiðni um heimild til að ráða í tímabundna stöðu íþróttakennara

Bæjarráð samþykkir að ráða í ofnagreind störf og aukningu á stöðugildi.

5. Starfsmannamál hjá fjölskyldu- og félagsþjónustusviði (2014120196)
Beiðni um heimild til að ráða starfsmann á þjónustuborð á Nesvöllum

Bæjarráð samþykkir ráðningu starfsmanns.

6. Starfsmannamál hjá menningarsviði (2015030366)
Beiðni um heimild til að ráða starfsmann í móttöku/afgreiðslu Rokksafnsins

Bæjarráð samþykkir ráðningu starfsmanns.

7. 3. mál bæjarráðs 9/4´15 - minnisblað sviðsstjóra stjórnsýslusviðs (2015040026)
Lagt fram.

8. Erindi Sýslumannsins á Suðurnesjum v/umsókn K45 um leyfi til að reka gististað í flokki I að Kirkjuvegi 45 (2015040307)
Bæjarráð samþykkir umsóknina fyrir sitt leyti.

9. Erindi Sýslumannsins á Suðurnesjum v/umsókn I Hostel ehf. um leyfi til að reka gististað í flokki IV að Lindarbraut 637 (2015040308)
Bæjarráð samþykkir umsóknina fyrir sitt leyti.

10. Tilkynning um aðalfund Bláa Lónsins hf. 8. maí n.k. (2015040275)
Bæjarráð felur formanni bæjarráðs að fara með atkvæði bæjarsjóðs á fundinum.

11. Tilkynning um aðalfund Eignarhaldsfélags Suðurnesja hf. 7. maí n.k. (2015040165)
Bæjarráð felur formanni bæjarráðs að fara með atkvæði bæjarsjóðs á fundinum.

12. Tilkynning um ársfund Fjölsmiðjunnar á Suðurnesjum 29. apríl n.k. (2015040227)
Bæjarstjóri mætti á fundinn fyrir hönd Reykjanesbæjar..

13. Tilkynning um hluthafafund HS Veitna hf. 8. maí n.k. (2015040302)
Bæjarráð felur Gunnari Þórarinssyni bæjarfulltrúa að fara með atkvæði bæjarsjóðs á fundinum.

14. Tilkynning um ársfund Þekkingarseturs Suðurnesja 6. maí n.k. (2015040269)
Lagt fram til kynningar.

15. Fundargerð stjórnar Reykjanesfólkvangs 11/3´15 (2015030085)
Fundargerðin lögð fram.

16. Umsagnarmál hjá nefndasviði Alþingis (2015040267)
a) Frumvarp til laga um stjórn veiða á Norðaustur-Atlantshafsmakríl
http://www.althingi.is/altext/144/s/1165.html
b) Frumvarp til laga um veiðigjöld
http://www.althingi.is/altext/144/s/1166.html
c) Frumvarp til laga um verndarsvæði í byggð
http://www.althingi.is/altext/144/s/1085.html
d) Tillaga til þingsályktunar um landsskipulagsstefnu 2015-2016
http://www.althingi.is/altext/144/s/1163.html

Lagt fram til kynningar.

Fleira ekki gert og fundi slitið.
__________

Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 5. maí 2015.