1025. fundur

07.05.2015 11:55

1025. fundur bæjarráðs Reykjanesbæjar haldinn 7. maí 2015 að Tjarnargötu 12, kl: 09:00

Mættir : Friðjón Einarsson, formaður, Guðbrandur Einarsson, aðalmaður, Gunnar Þórarinsson, aðalmaður, Böðvar Jónsson, aðalmaður, Kristinn Þór Jakobsson, áheyrnarfulltrúi, Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri, Magnea Guðmundsdóttir varamaður, Ásbjörn Jónsson sviðsstjóri stjórnsýslusviðs sem ritar fundargerð


1. 2. mál bæjarráðs 16/4´15 (2015040138)
Forstöðumaður ráðgjafadeildar og forstöðumaður barnaverndar FFR mæta á fundinn

Fulltrúar Fjölskyldu- og félagsþjónustusviðs gerðu grein fyrir málinu.

2. Erindi EAB Ný orka ehf. um vindmyllugarð (2015030166)
Áður á dagskrá bæjarráðs 12/3´15

Bæjarráð felur bæjarstjóra að vinna að nýjum drögum að  viljayfirlýsingu við EAB New Energy og EAB Nýja orku ehf.

3. Erindi framkvæmdastjóra SSS v/Fjölbrautaskóla Suðurnesja (2015040228)
Bæjarráð samþykkir erindið og leggur til að fjármögnun verði með sama hætti og við síðustu stækkun skólans.

4. Erindi skólastjóra Tónlistarskóla Reykjanesbæjar v/laun kennara í Félagi tónlistarskólakennara í júní (2015050016)
Málinu frestað .

5. Áskorun skólastjóra grunnskóla Reykjanesbæjar vegna samningaviðræðna Skólastjórafélags Íslands og Sambands sveitarfélaga (2015050017)
Erindið lagt fram.

6. Tilkynning um undirskriftasöfnun (2015050018)
Tilkynning móttekin.

7. Erindi bifreiðastjórafélagsins Frama v/gjaldtöku Isavia á leigubifreiðar (2015050019)
Bæjarráð lýsir yfir áhyggjum af fyrirhugaðri gjaldtöku á stæðum leigubifreiða sem gætu skert þjónustu við íbúa Reykjanesbæjar.

8. 9. mál bæjarráðs 26/3´15  - minnisblað framkvæmdastjóra umhverfis- og skipulagssviðs (2015010510)
Minnisblað um umhverfis- og hreinsunardaga frá 11. -16. maí n.k. lagt fram.

9. Fundur um niðurstöður sviðsmyndagreiningar KPMG 12. maí n.k. (2015050041)
Bæjarfulltrúar eru hvattir til að mæta á fundinn sem haldinn verður í Merkinesi í Hljómahöll og hefst kl. 16:00.

10. Erindi Sýslumannsins á Suðurnesjum v/umsókn Arnars Freys Arnarssonar um leyfi til að reka gististað í flokki II að Beykidal 4 (2015050020)
Bæjarráð samþykkir erindið fyrir sitt leyti.

11. Erindi Sýslumannsins á Suðurnesjum v/umsókn Kaffi Nor um leyfi til að reka veitingastað  í flokki I að Hafnargötu 31 (2015050021)
Bæjarráð samþykkir erindið fyrir sitt leyti.

12. Áskorun ríkisstjórnar Íslands vegna 19. júní 2015 (2015050022)
Áskorun lögð fram.

13. Rökstuðningur varðandi ráðningu sviðsstjóra stjórnsýslusviðs (2015030385)
Sviðsstjóri stjórnsýslusviðs víkur af fundi undir þessum lið.

Lagt fram.  Formanni bæjarráðs falið að svara erindinu.

14. Erindi bæjarstjóra varðandi ráðningu mannauðs- og gæðastjóra (2015050043)
Bæjarráð samþykkir að ráða í starfið.

15. Starfsmannamál hjá fræðslusviði (2014120198)
Beiðni um heimild til að ráða í eitt 100% stöðugildi og eitt 70% stöðugildi stuðningsfulltrúa í Öspina

Bæjarráð samþykkir ráðningu í 100% stöðuna en óskað er eftir frekari upplýsingum um 70% starfið.

16. Fundagerðir aðalfunda Íslendings ehf. og Útlendings ehf. 15/4´15 (2015030444)
Fundargerðirnar lagðar fram.

17. Fundargerð stjórnar Þekkingarseturs Suðurnesja 22/4´15 (2015030213)
Fundargerðin lögð fram.

18. Fundargerð stjórnar Samtaka orkusveitarfélaga 13/4´15 ásamt ársreikningi 2014 (2015040206)
Fundargerðin lögð fram.

19. Tilkynning um aðalfund Iceland Geothermal 8. maí n.k. (2015050047)
Bæjarráð samþykkir að fela Önnu Lóu Ólafsdóttur forseta bæjarstjórnar að fara með atkvæði bæjarsjóðs á fundinum.

20. Umsagnarmál hjá nefndasviði Alþingis (2015050024)
a) Frumvarp til laga um breytingu á húsaleigulögum (réttarstaða leigjanda og leigusala)
http://www.althingi.is/altext/144/s/1170.html
b) Frumvarp til laga um þjóðlendur og ákvörðun marka eignarlanda, þjóðlendna og afrétta
http://www.althingi.is/altext/144/s/1177.html

Lagt fram til kynningar.

Fleira ekki gert og fundi slitið.
__________

Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 19. maí 2015
Bæjarstjórn samþykkir fundargerðina 11-0