1028. fundur

04.06.2015 14:33

1028. fundur bæjarráðs Reykjanesbæjar haldinn 4. júní 2015 að Tjarnargötu 12, kl: 09:00

Mættir : Friðjón Einarsson formaður, Gunnar Þórarinsson aðalmaður, Árni Sigfússon aðalmaður, Böðvar Jónsson aðalmaður, Kristinn Þór Jakobsson áheyrnarfulltrúi, Kolbrún Jóna Pétursdóttir varamaður og Ásbjörn Jónsson ritari.

1. Stofnsamningur um Brunavarnir Suðurnesja bs.  (2014110356)
Bæjarráð samþykkir stofnsamning og samkomulag um stjórn  Brunavarna Suðurnesja bs.

2. Sóknaráætlun SSS 2015-2019 - tilnefning í samráðshóp (2015050376)
Bæjarráð samþykkir að tilnefna Hrafnhildi Ýr Hafsteinsdóttur, Halldór K. Hermannsson og Kjartan Má Kjartansson til að taka þátt í samráðshóp vegna sóknaráætlunar SSS.

3. Erindi sviðsstjóra umhverfissviðs v/umferðaröryggismál (2015060021)
Bæjarráð samþykkir tillögu sviðsstjóra umhverfissviðs varðandi hringtorg við Fitjar. Verkefnið verði fjármagnað af óráðstöfuðu fjármagni á Eignasjóði bæjarsjóðs að hámarki um kr. 25 milljónir.

4. Erindi Akstursíþróttafélags Suðurnesja v/fasteignagjöld af Smiðjuvöllum 6 (2015060005)
Bæjarráð samþykkir styrkveitingu á móti fasteignagjöldum til handa Akstursíþróttafélagi Suðurnesja vegna Smiðjuvalla 6

5. Erindi Sýslumannsins á Suðurnesjum v/umsókn HG28 ehf. um leyfi til að reka veitingastað  í flokki III að Hafnargötu 29 (Center) (2015050381)
Bæjarráð samþykkir erindið.

6. Erindi Sýslumannsins á Suðurnesjum v/umsókn Birnu Rúnarsdóttur um leyfi til að reka heimagistingu  í flokki I að Vesturgötu 11, neðri hæð (2015050379)
Bæjarráð samþykkir erindið.

7. Erindi Golfklúbbs Suðurnesja (2015050298)
Bæjarráð felur  bæjarstjóra að afla frekari upplýsinga um málið.

8. Fundargerð Fasteigna Reykjanesbæjar ehf. 20/5´15 (2015010586)
Fundargerðin lögð fram.

9. Fundargerð Heklunnar, atvinnuþróunarfélags Suðurnesja 29/5´15 (2015020380)
Fundargerðin lögð fram

10. Fundargerð ársfundar Þekkingarseturs Suðurnesja 6/5´15 (2015040269)
Fundargerðin lögð fram

11. 5 mál bæjarráðs frá 28. maí 2015.  Málefna Víkingaheima. (2015010022)
Bæjarráð tilnefnir formann bæjarráðs til að mæta á hluthafafund Íslendings ehf. og Útlendings ehf. sem er boðaður í  dag vegna leigusamninga á húsnæði og skipi félaganna.

Fleira ekki gert og fundi slitið.
__________

Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 16. júní 2015.
Bæjarstjórn samþykkir fundargerðina 11-0.