- Þjónusta
- Velferð og stuðningur
- Menntun og fræðsla
- Skipulags-, bygginga- og umhverfismál
- Íþróttir og tómstundir
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- Mitt Reykjanes
Mættir : Friðjón Einarsson formaður, Guðbrandur Einarsson aðalmaður, Gunnar Þórarinsson aðalmaður, Árni Sigfússon aðalmaður, Böðvar Jónsson aðalmaður, Kristinn Þór Jakobsson áheyrnarfulltrúi og Ásbjörn Jónsson ritari.
1. Erindi sviðsstjóra fjármálasviðs varðandi millifærslu á fjármagni milli deilda (2014120008)
Bæjarráð samþykkir að heimila 22 m.kr. millifærslu af garðyrkjudeild yfir á vinnuskóla. Þessi millifærsla hefur engin útgjöld í för með sér.
2. Erindi sviðsstjóra umhverfissviðs - uppgjör vegna Keilisbrautar 755, Hæfingarstöðin (2014120040)
Bæjarráð samþykkir erindið og felur bæjarstjóra að undirrita leigusamning um húsnæði Hæfingarstöðvarinnar.
3. Kjör í fulltrúaráð Eignarhaldsfélagsins Brunabótafélag Íslands (2015060167)
Bæjarráð tilnefnir Alexander Ragnarsson í fulltrúaráð EBÍ og Jóhönnu Sigurbjörnsdóttur til vara.
4. Fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga 29/5´15 (2015020070)
Fundargerðin lögð fram.
Fleira ekki gert og fundi slitið.
__________
Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 16. júní 2015.
Bæjarstjórn samþykkir fundargerðina 11-0.