1032. fundur

02.07.2015 13:15

1032. fundur bæjarráðs Reykjanesbæjar haldinn 2. júlí 2015 að Tjarnargötu 12, kl: 09:00

Mættir : Gunnar Þórarinsson formaður, Guðbrandur Einarsson aðalmaður, Böðvar Jónsson aðalmaður, Baldur Guðmundsson varamaður, Guðný Birna Guðmundsdóttir varamaður, Kristinn Þór Jakobsson áheyrnarfulltrúi, Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri og Ásbjörn Jónsson ritari.


1. Verklag vegna fjárhagsáætlunar 2016-2022, næstu skref (2015050317)
Samkvæmt lið 2.2.c ) í samþykktum um fjárhagsáætlunarferli Reykjanesbæjar þá upplýsir bæjarstjóri að fundum með sviðsstjórum sé ekki lokið en stefnt er að því að ljúka þeim í júlímánuði. 

2. Staðfesting á yfirlýsingu um aðkomu Reykjanesbæjar að rekstri nýs búsetuúrræðis að Suðurvöllum 7-9 (2015060564)
Bæjarráð er reiðubúið að standa við fyrri yfirlýsingu frá 29. ágúst 2013 og bæjarstjóra falið að svara erindinu.

3. Beiðni um beingreiðslusamning (2014120249)
Bæjarráð samþykkir erindi forstöðumanns fjölskyldumála varðandi beingreiðslusamning.

4. Beiðni um nýtt stöðugildi verkefnastjóra upplýsinga- og kynningarmála (2015060570)
Bæjarráð samþykkir ráðningu verkefnastjóra á stjórnsýslusviði.

5. Erindi Sýslumannsins á Suðurnesjum v/umsókn Blue View ehf. um leyfi til að reka heimagistingu  í flokki I að Klettási 21 (2015060561)
Bæjarráð samþykkir erindið fyrir sitt leyti.

6. Fundargerðir atvinnu- og hafnaráðs 25/6 og 1/7´15 (2015010547)
Fundargerðir samþykktar  5-0.

7. Erindi Arctica Finance hf. (2015060565)
Jón Óttar Birgisson mætti á fundinn og gerði grein fyrir málinu. 
Bæjarráð samþykkir að fresta málinu og fela bæjarstjóra og sviðsstjóra stjórnsýslusviðs að afla frekari gagna.

Fleira ekki gert og fundi slitið.