1035. fundur

13.08.2015 11:22

1035. fundur bæjarráðs Reykjanesbæjar haldinn 13. ágúst 2015 að Tjarnargata 12, kl: 09:00

Mættir : Friðjón Einarsson, formaður, Guðbrandur Einarsson, aðalmaður, Gunnar Þórarinsson, aðalmaður, Árni Sigfússon, aðalmaður, Böðvar Jónsson, aðalmaður, Kristinn Þór Jakobsson, áheyrnarfulltrúi, Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri, Ásbjörn Jónsson, ritari

1. Minnisblað fyrir bæjarráð um óskir Reykjaneshafnar fyrir ríkisstyrk vegna framkvæmda í Helguvík (2015080119)
Lagt fram. Pétur Jóhannsson frv. framkvæmdastjóri Atvinnu- og hafnasviðs Reykjanesbæjar og Halldór Karl Hermannsson hafnarstjóri mættu á fundinn og gerðu grein fyrir málinu.  

2. Þjóðarsáttmáli um læsi (2015070416)
Bæjarráð fagnar því að þetta verkefni  sem Reykjanesbæjar hefur verið í forystu um,  að öll börn lesi sér til gagns við útskrift  úr grunnskóla, verði nú unnið á  landsvísu.  Bæjarráð samþykkir þjóðarsáttmálann og felur bæjarstjóra að undirrita hann.

3. Forsendur og markmið fyrir fjárhagsáætlun 2016-2019 (2015080120)
Lagt fram.

4. Ósk um ársleyfi bæjarfulltrúa og lausn sem forseti bæjarstjórnar  (2015080124)
Lagt fram. Bæjarráð vísar erindinu til bæjarstjórnar.

5. Erindi Sýslumannsins á Suðurnesjum v/umsóknar Firmex/Alex ehf. um leyfi til að reka gististað í flokki III að Aðalgötu 60 (2015080063)
Bæjarráð samþykkir erindið fyrir sitt leyti.


Fleira ekki gert og fundi slitið.
__________________________________________________

Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 18. ágúst 2015.

Bæjarstjórn samþykkti fundargerðina 11-0