1040. fundur

17.09.2015 12:41

1040. fundur bæjarráðs Reykjanesbæjar var haldinn 17. september 2015 að Tjarnargötu 12, kl: 09:00.

Mættir : Friðjón Einarsson formaður, Guðbrandur Einarsson aðalmaður, Árni Sigfússon aðalmaður, Böðvar Jónsson aðalmaður, Kristinn Þór Jakobsson áheyrnarfulltrúi, Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri, Elín Rós Bjarnadóttir varamaður og Ásbjörn Jónsson ritari.


1. Erindi Samgöngustofu v/umsóknar Háumýri ehf. um leyfi til að reka ökutækjaleigu að Kjarrmóa 20 (2015090132)
Samkvæmt umsögn byggingafulltrúa getur bæjarráð ekki mælt með að gefið verði leyfi fyrir starfsstöð ökutækjaleigu á lóðinni þar sem lóðin er í íbúðargötu.

2. Heilsufarsskoðun 2015 - Reykjanesbær (2015090224)
Sjúkraflutningamenn hjá Brunavörnum Suðurnesja framkvæmdu heilsufarsskoðun hjá starfsmönnum Reykjanesbæjar fyrr á árinu.  Skýrslan lögð fram.

3. Reykjanes Geopark fær alþjóðlega vottun (2015090226)
Bæjarráð Reykjanesbæjar fagnar því að Reykjanes Geopark hefur öðlast alþjóðlega vottun og aðild að samtökunum European Geoparks Network.

4. Fundir sveitarstjórna með fjárlaganefnd Alþingis haustið 2015 (2015090186)
Bæjarráð samþykkir að eftirfarandi fulltrúar Reykjanesbæjar á fundi fjárlaganefndar Alþingis miðvikudaginn 23. september nk. kl. 10:00, verða Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri, Friðjón Einarsson formaður bæjarráðs, Árni Sigfússon bæjarfulltrúi, Kristinn Þór Jakobsson bæjarfulltrúi og Halldór K. Hermannsson, hafnastjóri.

5. Ársfundur Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga 23. september 2015 (2015090162)
Bæjarráð felur bæjarstjóra að mæta á ársfund Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga.

6. Minnisblað vegna fjárhagsáætlana fyrir árin 2016-2019 (2015090228)
Lagt fram.

7. Viðræður við kröfuhafa (2014080481)
Bæjarstjóri gerði grein fyrir viðræðum við kröfukafa.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið. 

Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 6. október 2015.

Fundargerð samþykkt 11-0. Friðjón Einarsson, Magnea Guðmundsdóttir og Böðvar Jónsson tóku til máls við afgreiðslu fundargerðar.