1042. fundur

02.10.2015 08:16

1042. fundur bæjarráðs Reykjanesbæjar var haldinn 1. október 2015 að Tjarnargötu 12, kl. 09:00.

Mættir: Friðjón Einarsson formaður, Guðbrandur Einarsson aðalmaður, Gunnar Þórarinsson aðalmaður, Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri, Baldur Guðmundsson varamaður, Steinunn Una Sigurðardóttir varamaður og Ásbjörn Jónsson, ritari

1. Viðræður við kröfuhafa (2014080481)

Þórey I. Guðmundsdóttir, sviðsstjóri fjármálasviðs mætti á fundinn. Bæjarstjóri gerði grein fyrir viðræðum við kröfuhafa.

2. Útkomuspá (2015090413)

Þórey I. Guðmundsdóttir sviðsstjóri fjármálasviðs mætti á fundinn og  gerði grein fyrir útkomuspá.  Bæjarráð samþykkir útkomuspána.

3. Tillaga að framlögum til Reykjanes Geopark árið 2016 (2015090415)

Lagt fram og vísað til fjárhagsáætlunar 2016.

4. Tilnefning fulltrúa í stjórn Reykjanesfólkvangs (2015090379)

Bæjarráð tilnefnir Johan D. Jónsson sem aðalmann og til vara Kristínu Njálsdóttur.

5. Opnunartími veitingastaða (2015090372)

Baldur Guðmundsson víkur af fundi undir þessum dagskrálið. Bæjarráð leggur til að stefnt verði að því að opnunartími  veitingastaða verði til kl. 3 innan þriggja ára (2018).  Bæjarráð leggur því til að opnunartími næstu tólf mánuði verði til kl. 4.

6. Erindi til bæjarráðs vegna kaupa á uppþvottavél fyrir Hljómahöll (2015090373)

Bæjarráð samþykkir erindið og er það tekið út af bókhaldslykli nr. 21011-9920.

7. Fundargerð stjórnar Heklunnar, atvinnuþróunarfélags Suðurnesja 18. september 2015 (2015020380)

Lagt fram til kynningar.

8. Fjölsmiðjan á Suðurnesjum - beiðni um rekstrarstyrk (2015090314)

Bæjarráð vísar málinu til umsagnar hjá velferðarsviði.

9. Lög um verndarsvæði í byggð - kynningarfundur 8. október 2015 (2015090377)

Lagt fram til kynningar. Sviðsstjórum stjórnsýslusviðs og  umhverfissviðs falið að mæta á fundinn.

10. Drög að gjaldskrá Heilbrigðiseftirlits Suðurnesja (2015090414)

Bæjarráð samþykkir fyrir sitt leyti gjaldskrá Heilbrigðiseftirlits Suðurnesja fyrir árið 2015

11. Umsagnarmál frá nefndarsviði Alþingis (2015090383)

a. Tillaga til þingsályktunar um þjóðgarð á miðhálendinu, 10. mál.
http://www.althingi.is/altext/145/s/0010.html
b. Frumvarp til laga um náttúruvernd (varúðarregla, almannaréttur, sérstök vernd, framandi tegundir o.fl.), 140. mál.
http://www.althingi.is/altext/145/s/0140.html
c. Frumvarp til laga um landsáætlun um uppbyggingu innviða til verndar náttúru og menningarsögulegum minjum, 133. mál.
http://www.althingi.is/altext/145/s/0133.html
d. Tillaga til þingsályktunar um styrkingu leikskóla og fæðingarorlofs, 16. mál.
http://www.althingi.is/altext/145/s/0016.html

Lagt fram til kynningar.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið.

Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 6. október 2015.

Fundargerð samþykkt 11-0. Friðjón Einarsson, Magnea Guðmundsdóttir og Böðvar Jónsson tóku til máls við afgreiðslu fundargerðar.