1047. fundur

05.11.2015 14:09

1047. fundur bæjarráðs Reykjanesbæjar var haldinn 5. nóvember 2015 að Tjarnargötu 12, kl. 09:00.

Mættir: Friðjón Einarsson formaður, Guðbrandur Einarsson aðalmaður, Gunnar Þórarinsson aðalmaður, Árni Sigfússon aðalmaður, Böðvar Jónsson aðalmaður, Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri og Ásbjörn Jónsson, ritari.

1. Starfsmannamál (2015110044)

Bæjarstjóri kynnti fyrir bæjarráði skipan starfafjölskyldna og hlutverkalýsingar sem unnið var af Jakobínu Hólmfríði Árnadóttur hjá Capacent.

2. Greiðsluþátttaka í Náttúrustofu Suðvesturlands (2015110046)

Bæjarráð vísar þessu til fjárhagsáætlunargerðar og felur bæjarstjóra að afla nánari upplýsinga.

3. Samkomulag um vinabæjarsamstarf (2015110047)

Bæjarráð samþykkir  fyrirliggjandi samkomulag og felur bæjarstjóra að undirrita það fyrir hönd Reykjanesbæjar.

4. Endurskoðun jafnréttisáætlunar Reykjanesbæjar (2015110048)

Bæjarráð vísar áætluninni til umsagnar fastaráða hjá Reykjanesbæ.

5. Fundargerð stjórnar Samtaka orkusveitarfélaga 27. október 2015 (2015040206)

Lagt fram.

6. Viðbragðsáætlun sveitarfélaga - áætlun og kostnaðarmat (2015110050)

Lagt fram til kynningar og vísað til fjárhagsáætlunargerðar.

7. Ályktanir Landsþings Landssamtakanna Þroskahjálpar 2015 (2015100336)

Lagt fram.

8. Fundargerð heilbrigðisnefndar Suðurnesja 29. október 2015 (2015060299)

Lagt fram.

9. Viðræður við kröfuhafa (2014080481)

Formaður bæjarráðs og bæjarstjóri gerðu grein fyrir viðræðum við kröfuhafa. Samþykkt að senda bréf til ríkisins og óska eftir  aðkomu ríkisins að viðræðum við kröfuhafa.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið.

Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 17. nóvember nk.

Fundargerð samþykkt 11-0. Friðjón Einarsson, Kristinn Þór Jakobsson, Guðbrandur Einarsson, Baldur Guðmundsson, Gunnar Þórarinsson og Árni Sigfússon tóku til máls við afgreiðslu fundargerðar.